Forsíðu kubbur Knattspyrna

Stuðningsmannakvöld KR fótbolta

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla, Meistarafl. kvenna 🕔09.June 2020

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 11. júní, gefst stuðningsmönnum tækifæri á að koma saman, ræða málin og stilla saman strengi fyrir komandi knattspyrnutímabil.
Biðin eftir byrjun Pepsi-Max deildanna hefur verið lengri en ella og því nóg að ræða!

Húsið opnar 19:30 og dagskráin hefst upp úr 20:00.
– Páll Kristjánsson – formaður Knattspyrnudeildar KR fer yfir komandi tímabil.
– Guðmundur Benediktsson stýrir happdrætti Knattspyrnudeildar KR.
– Einar Ingi Sigmundsson og Jón Kári Eldon kynna til leiks upphitunarmyndband fyrir tímabilið ásamt nýju útliti á kynningarefni KR.
– Leikmenn og þjálfarar meistaraflokkanna verða á svæðinu.
– Treyjur og ársmiðar til sölu.
Við hvetjum stuðningsmenn KR, alla sem einn, til þess að mæta og hita almennilega upp fyrir tímabilið sem hefst á föstudaginn kemur með leik Vals og KR í Pepsi Max deild kvenna.

Áfram KR!

Deila þessari grein