Forsíðu kubbur Knattspyrna

Kvennalið KR í samstarf með Alvotech í sumar

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. kvenna 🕔10.June 2020

Kvennalið KR í samstarf með Alvotech í sumar
-Leikur með aðra auglýsingu en karlarnir á búningum sínum

Við erum öll vön að sjá auglýsingar á búningum leikmanna í íþróttum. Vaninn er að lið leika
með sömu auglýsingu frá aðal-kostanda sínum í öllum liðum karla og kvenna. Kvennalið KR
ætlar að gera hlutina aðeins öðruvísi í sumar og mun spila með auglýsingu frá Alvotech á
búningum sínum í Pepsi-Max deild kvenna, ekki Alvogen eins og karlaliðið.
Alvotech er systurfyrirtæki Alvogen á Íslandi. „Alvotech er alltaf að verða stærri hluti af Alvo
samstæðunni og starfseminni á Íslandi. Við höfum því viljað auka sýnileika Alvotech hægt og
rólega um leið og starfsemin stækkar. Ein leiðin til að gera það er að nýta okkur það góða
samstarf sem við eigum við KR. Konur er stór hluti starfsmanna Alvotech og við lítum á
okkur sem fyrirtæki byggt á jafnrétti og því fannst okkur þessi tenging við kvennalið KR
henta vel og vera í þeim anda sem við viljum starfa“ segir Róbert Wessman stofnandi og
stjórnarformaður Alvotech.

Formaður knattspyrnudeildar KR, Páll Kristjánsson segir: „Aðkoma Alvogen og nú Alvotech
hefur reynst félaginu mikill happafengur. Við teljum að hér leiða saman hesta sína öflug
félög með bjarta framtíð. Með þessum hætti styrkjum við enn frekar kvennastarfið hjá okkur
sem vonandi nýtist okkur i því uppbyggingarferli sem við erum í. Við væntum þess að þetta
sé bara byrjunin á enn frekara samstarfi félaganna“.

„Við erum alltaf að leita leiða til að gera hlutina aðeins öðruvísi hér í KR, ekki bara til að vera
öðruvísi heldur til að styrkja liðið og gera meira fyrir styrktaraðila okkar. Styrktaraðilar setja
mikla fjármuni inn í félögin hér á landi og eiga skilið að fá eins mikla athygli og hægt er.
Síðasta HM kvenna sýndi að kvennaboltinn er að almennt að fá mikla aukningu í áhorf og
athygli og eru flest stærri lið í Evrópu og í norður Ameríku eru farin að beina sjónum sínum
að því að styrkja og ýta undir kvennahlutann í starfi sínu. Þetta leiðir til þess að liðin verða
sýnilegri í allri umfjöllun og fá fleiri áhorfendur á sína leiki. Hér heima er umfjöllunin alltaf að
aukast og þar með áhuginn. Þegar þessi hugmynd kom upp um að meistaraflokkar KR leiki
með mismunandi auglýsingar á búningunum þá fannst okkur það vera góð tilraun til þessa
að aðgreina kvennaliðið okkar frá körlunum og gefa þeim meiri athygli“ sagði Margrét
Hafsteinsdóttir, stjórnamaður í knattspyrnudeild KR og í kvennaráði félagsins.

Frekari upplýsingar fást hjá Margréti Hafsteinsdóttur, s: 897 1539.

Deila þessari grein