Forsíðu kubbur Knattspyrna

Gunnar Þór Gunnarsson með slitið krossband

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔30.June 2020

Gunnar Þór Gunnarsson sleit krossband í hné auk skemmda í liðþófa í leik gegn Vængjum Júpíters í Egilshöll.

Gunnar Þór Gunnarsson kom til liðs við KR í nóvember 2010.

Gunnar hefur unnið ótal titla með KR, hann varð Íslandsmeistari 2011, 2013 og 2019, bikarmeistari 2011, 2012 og 2014 ásamt því að vinna lengjubikarinn 4 sinnum og meistarar meistaranna þrisvar sinnum.

 

Við óskum Gunnari góðs bata og vonumst til að sjá sem fyrst á vellinum

Deila þessari grein