Forsíðu kubbur Knattspyrna

Anglea R. Beard í KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔19.July 2020

Knattspyrnudeild KR hefur samið við Angelu R. Beard frá Ástralíu um að leika með meistaraflokki
kvenna út tímabilið 2020.
Angela, sem er 22 ára, er frá Brisbane í Ástralíu þar sem hún hóf sinn knattspyrnuferil hjá Brisbane
Roar. Hún lék 29 meistaraflokksleiki með félaginu frá 2014-2017 og gekk þá til liðs við Melbourne
Victory og hefur leikið með þeim 21 í efstu deild Ástralíu. Þá hefur hún leikið með yngri landsliðum
Ástralíu og verið í æfingahóp A-landsliðsins. Angela er að upplagi varnarmaður en getur einnig leyst
aðrar stöður inn á vellinum.

Hún kom til landsins fyrir nokkru en í samráði við hana var ákveðið að hún yrði í sóttkví til þess að byrja
með en verður vonandi með liðinu í næsta leik, þann 20. júlí á móti Þrótti, Reykjavík.
Við bindum miklar vonir við komu Angelu til félagsins og bjóðum hana innilega velkomna í KR.
The KR football club has signed Australian Angela R. Beard to a contract for the remainder of the 2020
season. Angela played previously for the Melbourne Victory as well as the Brisbane Roar in the
topflight of Australian football before coming to Iceland. She has also represented Australia’s youth
national teams as well as been a part of the training pool for the A squad.
We look forward to having her as part of our club and welcome her to the KR family.

Deila þessari grein