Forsíðu kubbur Knattspyrna

Eiður Snorri og Styrmir Máni skrifa undir samning

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Fréttir, Knattspyrnudeild 🕔29.July 2020

Eiður Snorri Bjarnason, leikmaður 2.fl. KR hefur gert samning við félagið. Eiður sem er fæddur árið 2003 og er því á yngsta ári í 2.fl. og hann var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði 3.flokks í fyrra. Eiður spilar sem varnarmaður eða miðjumaður.

Styrmir Máni Kárason, leikmaður 3.fl. KR hefur einnig gert samning við félagið. Styrmir, sem er fæddur árið 2004 og er því á eldra ári í 3.fl. á leiki með 2.fl. og hefur tekið þátt í landsliðsúrtökum yngri landsliða Íslands. Styrmir getur leyst margar stöður framarlega á vellinum. 

Við óskum þeim til hamingju og verður spennandi að fylgjast með þeim í næstu verkefnum.

 

Eiður Snorri Bjarnason

Styrmir Máni Kárason

 

 

Deila þessari grein