Knattspyrnudeild

Skráningar knattspyrnudeildar – Eingöngu nýir iðkendur þurfa að skrá sig

📁 Knattspyrnudeild 🕔02.September 2020

 

Þau börn sem eru skráð í fótbolta í KR og búið er að skrá þurfa ekki að skrá sig aftur núna í haust þegar það er flokkaskipting.

Það þurfa bara þeir að skrá sig sem eru að byrja núna í haust.

Verið er að taka upp nýjan greiðslumáta sem eru greiðsluseðlar.  Þeir sem skrá sig núna í haust sjá þann möguleika, en áfram verður líka hægt að borga með frístundakorti og kreditkorti.

Að lokum biðjum við þá foreldra sem eiga eftir að greiða æfingagjöld 2020 fyrir börn sín að fara inn á https://kr.felog.is/ og ganga frá greiðslu þar sem fyrst.  Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu KR með því að senda tölvupóst á skrifstofa@kr.is eða hringja í síma 510-5315

Deila þessari grein