Forsíðu kubbur Knattspyrna

Skipti-fótbolta-skó-markaður

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Tilkynningar á forsíðu 🕔08.September 2020

Skipti-fótbolta-skó-markaður

 

Við ætlum að endurtaka leikinn og hafa skipti-fótbolta-skó-markað á

laugardaginn 12.sept kl 12.00-12:30.

 

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar KR (BUR) hafa í samstarfi við

yfirþjálfara staðið fyrir markaði þar sem skópör fá framhaldslíf. Nú á

laugardaginn kl 12.00 til 12:30 inni í Félagsheimili KR endurtökum við

leikinn. Hugmyndin er að sjá hvort við getum ekki gefið fótboltaskónum

lengra líf og sparað fólki útgjöld að einhverju leyti.

Grunur leikur á því að á ansi mörgum heimilum á KR svæðinu séu einhver

fótboltaskópör sem eru ekki lengur í notkun, heillegir en eru kannski

orðnir of litlir. Flest heimili þurfa að kaupa fótboltaskó á hverju

ári sérstaklega á þessa allra yngstu iðkendur sem eru að stækka hratt.

 

Þannig að allir sem vilja koma eru velkomnir inn í KR á þessum tíma;

þeir sem eiga og vilja leggja skó í púkkið gera það og þá sem vantar

skó finna sér nýja, engir peningar bara KR andi, bros og samvinna.

Yfirþjálfarar verða á svæðinu og aðstoða eins og þarf.

Deila þessari grein