3. flokkur kvenna

Tap í úrslitaleik

📁 3. flokkur kvenna, Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Tilkynningar á forsíðu 🕔29.September 2020

Þriðji flokkur kvenna tapaði í gær úrslitaleik í Íslandsmóti A liða í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á Vivaldiveillinum á Seltjarnarnesi. FH komst yfir á 34’ mínútu og staðan 0-1 í hálfleik þrátt fyrir að heimakonur hefðu oft verið hættulegar í sókninni. FH komst síðan í 2-0 í seinni hálfleik en Ísabella Sara Tryggvadóttir minnkaði muninn fyrir Gróttu/KR rétt eftir annað mark FH. Grótta/KR fékk síðan víti á 79’ mínútu sem Emelía Óskarsdóttir skoraði örugglega úr og jafnaði metin. Það var þá ljóst að það yrði að framlengja. FH komst yfir í framlengingunni en Díana Mist Heiðarsdóttir jafnaði fyrir Gróttu/KR. Að framlengingunni lokinni var farið í vítaspyrnukeppni þar sem þær Emelía Óskarsdóttir, Lilja Davíðsdóttir Scheving, Lilja Lív Margrétardóttir, Rakel Lóa Brynjarsdóttir og Tinna María Tryggvadóttir skoruðu fyrir Gróttu/KR. FH sigraði svo að lokum í vítaspyrnukeppni sem þyrfti að grípa til eftir að jafnt var í lok framlengingar. 

Ljósmyndari: Eyjólfur

Deila þessari grein