Forsíðu kubbur Knattspyrna

Guðmunda Brynja framlengir við KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. kvenna 🕔21.November 2020

Guðmunda Brynja Óladóttir hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við knattspyrnudeild KR.  Guðmunda kom til KR árið 2019 en hefur verið að kljást við meiðsli frá því júlí 2019 og því ekki getað beitt sér að fullu á síðustu tímabilum.   Við vitum þó vel hvað býr í Guðmundu sem hefur leikið með, fyrir utan KR,  Selfossi, Stjörnunni og á leiki með yngri landsliðum Íslands og væntum þess að sjá mikið til hennar á vellinum á komandi tímabili.   Það er því mikið gleðiefni að Guðmunda Brynja hafi ákveðið að framlengja samninginn sinn við KR og bindum við miklar vonir við hana í þeim verkefnum sem bíða meistaraflokki kvenna í KR á komandi tímabilum.

 

 

Deila þessari grein