Flugeldasala KR

KR flugeldar státa af sinni eigin heimasíðu hana má finna hér:

 

KR-flugeldar – ungt fyrirtæki með djúpar rætur !

Flugeldasala á vegum KR á rætur allt aftur á sjötta áratug síðustu aldar. Það var þó ekki fyrr en knattspyrnudeild KR tók við flugeldasölu á vegum KR í lok áttunda áratugarins að KR-flugeldar urðu til. Undir nafni KR-flugelda margfaldaðist flugeldasala KR á nokkrum árum, svo að árið 1983 var kominn grundvöllur fyrir eigin innflutning KR-flugelda, sem staðið hefur allt fram á þennan dag.

Árið 1996 var rekstrarforminu breytt og stofnað hlutafélag um innflutninginn og heildsöluna undir nafninu KR-flugeldar ehf., sem er í eigu knattspyrnudeildar KR og nokkurra velunnara deildarinnar.

Heimasíðu KR flugelda er hægt að nálgast með því að smella hér:

 

 

Share this article with friends