KR búðin

Um nokkurt skeið hefur KR starfrækt KR-búðina.  Hún er staðsett í anddyri KR-heimilisins og ætti ekki að fara framhjá neinum sem kemur í KR.

KR-búðin er með mjög sveigjanlegan opnunartíma, hún er alltaf opin á meðan KR-heimilið er opið sem er velflesta daga ársins frá kl. 8 á morgnana til kl. 23 á kvöldin.

Starfsfólk KR sér um afgreiðslu í búðinni.  Þó enginn sé akúrat í búðinni þegar þið komið þá þarf bara að labba að afgreiðslunni og biðja starfsfólkið um að opna búðina.

Vinsamlegast athugið að Nike-vörur fást ekki í KR-búðinni nema að takmörkuðu leyti.  KR-búningar, treyjur, buxur, sokkar og æfingagallar fást í versluninni Jóa útherja, Ármúla 36.

KR búðin

Share this article with friends