Félagsheimili

Í framhaldi af byggingu bogaskemmunnar á horni Frostaskjóls og Kaplaskjólsvegar, var farið að huga að byggingu félagsheimilis fyrir KR á sömu lóð. Samkvæmt fyrirliggjandi teikningu á þeim tíma var einungis lokið við að byggja forsalinn að félagsheimilinu.

Fundarsalir og skrifstofurými áttu að vera á annarri hæð. Þetta verkefni sat þó á hakanum fram á seinni hluta sjöunda áratugarins. Æskulýðsráð Reykjavíkur, forveri núverandi Íþrótta- og tómstundaráðs, kom að máli við formann Knattspyrnufélags Reykjavíkur og óskaði efir samvinnu um rekstur félagsmiðstöðvar fyrir Vesturbæinn. Borgin var reiðubúin að greiða verulega fyrirfram leigu ef hægt væri að byggja þessa miðstöð sem borgin myndi reka, í tengslum við félagsheimili KR, enda væri þar orðin miðstöð æskunnar í hverfinu.

Ákveðið var að reisa þá byggingu í samvinnu við Reykjavíkurborg og fengi borgin aðra hæð hússins á leigu til langs tíma. Félagið hefur möguleika á að fá afnot af efri hæðinni við viss tækifæri. Á fyrstu hæðinni er félagsaðstaða fyrir KR ásamt fundaherbergjum. Þessi bygging, félagsmiðstöðin Frostaskjól var tekin í notkun 1985.  felagsheimili

 

Share this article with friends