Fréttir KR konur

Starfsemi KR-kvenna

📁 Fréttir KR konur 🕔15.February 2014

Hinn 28. nóvember 1973 komu átján konur saman til fundar í KR- heimilinu. Tilgangurinn var að stofna félagsskap kvenna sem hefði það að markmiði að efla og styrkja Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Félagið hlaut nafnið KR- konur og var fyrsti formaður Aldís Schram. Fundir KR-kvenna voru haldnir reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og var þá jafnan eitthvað til skemmtunar og fróðleiks. KR – konum fjölgaði hratt því á fimm ára afmælinu voru þær 85 talsins.

Fyrsta verkefni KR – kvenna var að fegra félagsheimili KR og stuðla að bættri umgengni.

Aflað var fjár til margvíslegra verkefna í gengum tíðina og hafa ýmsar fjáröflunarleiðir verið notaðar s.s. kökubasarar, kaffisölur, bingó, flóamarkaðir, garðplöntusala, sala á húfum, könnum, svuntum, spilum, jólaböll fyrir börnin, jólaföndri, jólakortum og margt fleira.

Í dag snýst starfsemin að mestu um að afla fjár til að styrkja æfinga- og keppnisferðir yngri flokka félagsins og hafa KR-konur veitt fjölmarga styrki á undanförnum árum. Einnig hafa KR-konur verið nokkurs konar bakhjarl við rekstur félagsheimilis KR.

Við bjóðum allar konur á öllum aldri sem á einhvern hátt tengjast eða hafa tengst KR velkomnar í okkar hóp.

 

 

Deila þessari grein