Fréttir KR konur

KR – Kvenna

📁 Fréttir KR konur 🕔28.March 2014

Aðalfundur KR kvenna 2014 var haldinn í gær 27. mars. Fundurinn var fámennur en afar góðmennur. Ársreikningur fyrir árið 2013 var samþykktur og ný stjórn kosin en hana skipa nú Arna Guðrún Þorsteinsdóttir, sem verður formaður, og þær Edda G. Guðmundsdóttir, Erna G. Agnarsdóttir, Aðalheiður Sveinsdóttir og Nellý Pálsdóttir. Stjórnin mun hittast á fundi fljótlega og ákveða frekari skiptingu embætta. Ákveðið var að hafa félagsgjald áfram kr. 2.000.-

Næstkomandi föstudag 4. apríl kl. 15 ætla nokkrar hressar KR konur að hittast í bikarherberginu og fægja nokkra bikara. Þær óska eftir fleiri eldhressum í hópinn og vonandi verður hægt að gera þetta að föstum viðburði, kannski 1-2 í mánuði eða svo og taka nokkra bikara í hvert sinn. Framkvæmdastjóri KR mun sjá til þess að allt sem til þarf verði á staðnum. Gaman væri að sjá sem flesta svo hægt verði að koma hinu glæsilega bikarsafni félagsins í það horf sem því sæmir.

Deila þessari grein