Alimótið, hápunktur tímabilsins 2016-2017

Nú er mótaröðin 2016-2017 að baki og lauk henni með Alimótinu 21.apríl s.l. Mótið var eins og fyrirsögnin gefur til kynna styrkt af Ali, sem hefur staðið þétt við bakið á Píluvinum undanfarin ár og gefið glæsilegar veitingar á grillið. Boðið var upp á  best verkaða grísakjöt og pylsur  sem pistlahöfundur hefur bragðað og býr hann þó að áratuga reynslu á neyslu grísakjöts, bæði hérlendis og erlendis. Meðlætið var frá Jóhannesi í Múlakaffi  og  voru sósurnar og salötin í hópi hans bestu verka. Það þarf sérfræðinga til að skera úr um hvort þetta sælgæti varpi skugga á sveinsstykki þessa náttúrbarns, sem var fagurlega skreyttur stórlúðusporður.Mótshaldið var á léttu nótunum og keppendur nutu frábærra veitinga á meðan horft var á beina útsendingu frá leik KR og Grindavíkur í körfunni.   Við grillið stóðu Sigurður Zofus frá Ali og Þorgeir Guðmundsson frá Píluvinum. Varla var sjónarmunur á frammistöðu þeirra, þangað til grill Þorgeirs stóð í björtu báli að honum fjarstöddum.  Guðjón Hilmarsson varð eldsins var og kallaði til aðstoðar Ásgrím Guðmundsson f.v. ríkislögreglumann, og tókst þeim með samræmdum aðgerðum að forða stórtjóni. Vel var mætt úr smiðjunni og að auki hafði Sigmundur Hannesson stefnt þremur lögmönnum til leikanna. Þeir mættu allir við fyrirtöku. Upp kom eitt lagalegt álitamál, en þar sem Siggi Indriða, formaður laganefndar var fjarverandi, kvað dómstóll götunnar upp sinn úrskurð og honum verður ekki breytt.  Að borðhaldi loknu var keppt í 501, og var keppnin það hörð að innbyrðis úrslit réðu hverjir komust í úrslit En úrslitin urðu þessi

1.sæti. Bjössi Blacksmith og Geiri Stjána

2.sæti. Guðjón B. F. Hilmarsson og Kiddi Inga.

3.sæti. Einar Óla og Jón Óli.

 

Sjáumst í haust !

Kv,

Stjórnin

aliDSC_0081Ali 1 city-smoke-barbecue-pig-roasts-205616_188x188 happy-piggy feiti gaurinn KR mynd Píluhrollur

 

Við slúttum með Ali, 21.apríl 2017

Píluvinir enda mótaröðina 2016-2017 á Stóra Ali mótinu. Sérfræðingar frá Ali munu grilla sérstakar íþróttasteikur sem bornar verða fram meinhollum sósum og salötum. Keppnisfyrirkomulag hefur enn ekki verið ákveðið, en verður nálægt því að vera með hefðbundu sniði. Þó má gera ráð fyrir frávikum. Mótið hefst kl 19:30, 19:30, 19:30ali feiti-gaurinn piluhrollur-copy

Með kærum þökkum.

Píluvinafélagið kann öllum sem mættu á Kúttarann 2017 sínar bestu þakkir. Einnig fá matreiðslumeistarar Múlakaffis og starfsmenn á gólfi þakkir fyrir sitt framlag sem var fyrsta flokks.  Þetta er án alls vafa flottasta sjávarréttahlaðborð sem fram verður borið á þessu ári. Fumlaus veislu-og viðburðarstjórn var í höndum Guðmundar Péturssonar . Þess er hér með farið á leit að hanni taki þetta að sér á meðan honum endist aldur til, þannig að þetta er í góðum höndum næstu 20 árin. Ari Eldjárn og Lárus Loftsson fóru með gamanmál. Á frammistöðu þeirra var varla sjónarmunur. Happdrættisvinningar voru sérlega glæsilegir þetta árið.  Gefendur voru Snerra útgáfa, sem einnig lagði til glæsilegar og óvenjulegar borðskreytingar, Ísól, Fastus og Óskar Nafnleyndar.  Sérstakar þakkir fær Friðrik Þorbjörnsson fyrir sinn þátt sem haukur í horni. Ekkert mál er þess eðlis að hann finni ekki farsæla lausn. Meðfylgjandi eru nokkarar myndir frá viðburðinum. Léleg myndgæði skýrast af því að notast var við myndstillingu sem kallast andlitsfegrun. 20170310_225032 20170310_213335 20170310_213331 20170310_213328 20170310_202121 20170310_192346 20170310_192258 20170310_192248 20170310_192229 20170310_192210 20170310_192059 20170310_192053 20170310_185748 20170310_185736 20170309_221049 20170309_221045

Bláu hendurnar í gullgerð.

Hreinsunargengið lauk störfum í gærkvöldi kl 22:07:13 og hafði þá staðið látlaust við síðan kl 18:04. Á sjöunda hundrað magar voru skafnir og hreinsaðir, eitthvað af því fyrir þekktan veitingamann hér í borg.  Tveir nýnemar voru í hreinsunargegninu að þessu sinni, þeir Sverrir Pálmason og Ágúst Karl Karlsson.  Umsjón með þeim höfðu Karl Harðarson, Haukur Geirmundsson, Kristinn Ingason. Sigmundur Hannesson, Kristján Þorsteinsson og Ásgrímur Guðmundsson.   Meðfylgjandi myndir varpa ljósi á fyrirsögnina. Síðasta myndin tengis þessari frétt með óbeinum hætti, en hún er af óþekka sjómanninum.20170307_184911 20170307_184919 20170307_184923 20170307_213418 20170307_184930 20170307_213429 20170307_213432 20170307_215738 20170307_215742 20170307_215845 20170307_215912 sjómaður

Kúttarinn 2017

sjómaðurMiðasala á Kúttarann 2017 hefur farið fram úr öllum vonum . Nýjasta tölulega samantekt markaðsdeildar Píluvina gefur sterkar vísbendingar um að uppselt sé á viðburðinn. Aðeins á eftir að samkeyra við Þjóðskrá upplýsingar um brottflutta og látna á allra síðustu dögum. Það er því ekki öll nótt úti með að redda sér miða, þó að útlitið sé ekki bjart. feiti-gaurinn piluhrollur-copyTrollveiðar-ll

Kúttarinn 10.mars 2017

Hið árlega Kúttmagakvöld Píluvina verður haldið 10.mars n.k.  Að þessu sinni hafa Píluvinir tekið höndum saman við handknattleiksdeild KR um framkvæmdina. Veitingar verða í höndum meistarkokka Múlakaffis sem sáu um veitingar á stórglæsilegu þorrablóti á dögunum. Sumun þeirra kenndi pistlaritari sjálfur, svo ekki þarf að efast um glæsibraginn og natnina. Gamla slorgengið mun annast hreinsun maganna eins og undanfarin ár.  Gengið hefur unnið á sjómannasamningum undanfarin ár og mun því fá fría vinnuvettlinga í ár verði nýgerðir samningar sjómanna samþykktir. Verð aðgöngumiða er óháð gengissveiflum og verður áfram 7,000 krónur.marbendill hafmeyjaPílugaurinnKúttari 2014 031 Kúttari 2014 019 Kúttari 2014 024

Það flottasta frá upphafi ! ! !

Þrátt fyrir langvinnt sjómannaverkfall, mun Píluvinafélag KR , nú í samstarfi við handknattleiksdeild K.R. ,halda Kúttmagakvöld í félagsheimili KR við Frostaskjól 10.mars.n.k. Glæsilegt sjávarréttahlaðborð, þar sem m.a. verður hugsanlega boðið uppá ferskan marbendil og hreisturskafinn hafmeyjarsporð. Búið er að tryggja kúttmagana og hreinsunarteymið er í startholunum. Tekið er við nemum í kúttmagahreinsun og er námskeiðsgjald samkomulagsatriði. Tryggið ykkur miða í tíma á þetta glæsilega galakvöld. Síðasliðin 20 ár hafa færri komist að en hafa viljað. Á meðfylgjandi myndum má sjá fágætt lostæti úr hafinu, marbendil og hafmeyju. Við lofum engu, en reynum allt ! !

Kv,

Stjórnin

hafmeyja marbendill

Bítlarnir.

,,Bítlarnir spiluðu oft fyrir tómu húsi”, sagði Guðjón B. Hilmarsson félögum sínum til huggunar,  þegar stórsveitin Fimm á Richter taldi í fyrir fáa en dygga aðdáendur.  Þetta rifjaðist upp þegar allir níu keppendur í Hrikalega stóra TVG mótinu höfðu verið skráðir til leiks. Aldrei í sögu félagsins hafa þátttakendur verið færri .  Í virðingar og þakklætisskyni við þá sem mættu, ákvað stjórnin með fulltingi formanns laganefndar félagsins, að fella niður þátttökugald, og bjóða þeim veitingar sem þiggja vildu. Góður rómur var gerður að þessari samþykkt. Allir keppendur hlutu verðlaun nema Refsarinn sem náði sér ekki á strik, enda vanari að spila fyrir fullu húsi. Ívar sendibílstjóri sigraði í X-inu. Siggi Indriða varð í öðru sæti og Ási í þriðja sæti.  301. 1.sæti Kiddi Inga og Guðni. 2.sæti Stjáni Klaki og Gaui Haralds. 3. sæti Gummi og Siggi Indriða

Sigurvegarar 1 Sigurvegarar 2

Úrslit í HHÍ/Vallamótinu 2016

feiti-gaurinn

Nú liggja fyrir úrslit í HHÍ/Vallamótinu sem haldið var á dögunum.  Mótið var með miklum jólablæ, þar sem þátttakendur voru aðeins tólf.  Jafn margir lærisveinunum. Að venju hófst mótið  á því að keppt var í X-inu og var Vallabikarinn undir. Keppt var í tveimur riðlum, A riðli og B riðli.  Og hinir síðustu urðu fyrstir. Helgi Jarl smiðjugaur, handahafi Vallabikarsins frá síðasta ári, kom úr djúpinu eins og stökkvandi hnúfubakur við túristabát og hirti bikarinn aftur. Um tíma var þó allt útlit fyrir að hann yrði skutlinum að bráð.

X-ið úrslit.

1.sæti Helgi Jarl.

2. sæti Páll Sævar.

3.sæti Ólafur Sigurjónsson

Þar sem rúmur tími var fyrir höndum var ákveðið að spila 301 double in/ double out. Eftir harðan úrslitaleik sem réðst í oddaleik, þar sem silfurliðið komst ekki inn, urðu úrslitin sem hér segir,

301  úrslit

1.sæti Kristinn Ingason og Hinrik Þráinsson

2.sæti Kristófer  og félagi hans

3.sæti Óli Sigurjóns og Beggi sterki