2019 – 2020

Nú þegar hausta tekur þá styttist í fyrsta mót vetrarins. Það fer fram föstudaginn 25. október og keppt verður um titilinn Nesskip meistarinn 2019.

Mótin í vetur verða 5 talsins. Dagsetningarnar eru þessar

25. október Nesskip meistarinn

22. nóvember – Minningarmót Atla Eðvaldssonar

21. febrúar 2020- Alvogen meistarinn

20. mars 2020

24. apríl – 2020 – Ali meistarinn

Takið þessar dagsetningar frá.