Ali meistarinn 2018

Þá er komið að síðasta pílumóti vetrarins. Það fer fram föstudaginn 13. apríl og hefst klukkan 20:00. Að þessu sinni verður keppt um Ali meistarann.

Boðið verður uppá grillmat fyrir mót frá Ali að sjálfsögðu. Það verður fillet með öllu tilheyrandi og pylsur fyrir þá sem það vilja.

Við byrjum að grilla um klukkan 18:30. Reiknum með að við borðum milli 19:00 og 20:00.

Þá förum við í X-ið og svo í 301. Dregið verður í lið þar sem byrjendur og lengra komnir lenda saman í liði.

Endilega látið erindið berast og mætum í sumarskapi.