All posts by piluvinir

Deildarkeppni PFR lauk í vikunni

Í vikunni sem leið lék Pílulið KR sinn síðasta leik í deildarkeppni Pílukastfélags Reykjavíkur (PFR) á þessu tímabili. Leikurinn var gegn Píluliði Garðabæjar (PFG). KR sigraði leikinn 9-5. KR liðið endaði í 5ta sæti í deildinni í ár. Það verður að teljast viðunandi árangur eftir að hafa sigrað deildina tímabilið 2018-2019. Meðfylgjandi mynd var tekin eftir síðasta leikinn. 

Frá vinstri: Ólafur Sigurjónsson, Þorgeir Guðmundsson, Rúnar Geir Gunnarsson og Páll Sævar Guðjónsson.

Lið KR í vetur var skipað þeim leikmönnum sem eru á myndinni og þeim sem eru á listanum hér fyrir neðan.

Kristján Sigurður Þorsteinsson

Haukur Karlsson

Reynir Þór Valgarðsson

Guðmundur Halldór Friðbjarnarson

Kristinn Valur Wiium

Bjarni Þorsteinsson

Siggeir Karl Kristjánsson

Þorsteinn Atli Kristjánsson

Dagbjartur Harðarson

 

 

 

Vel heppnað Alvogen mót

Föstudaginn 21. febrúar fór fram fyrsta mót ársins 2020, Alvogen meistarinn. Það er óhætt að segja að þetta mót hafi verið frábært í alla staði. Mætingin var frábær, alls voru 53 sem kepptu í X-inu og 40 manns kepptu í 301. Píluvinafélag KR hafði fjárfest í nýjum ljósum og vörnum við píluspjöld frá Einari Möller sem selur Target vörur. Einnig voru teknar í notkun nýja fjarlægðarmottur fá Sigga í www.pingpong.is frá Bulls. Sjá má myndir af þessum búnaði hér að neðan. En úrslit mótsins voru þessi:

X-ið

 1. sæti Gunnar Sigurðsson
 2. sæti Siggeir Kristjánsson
 3. sæti Rúnar Geir Gunnarsson

301

 1. sæti Siggeir og Raggi
 2. sæti Haukur og Jón Ingi
 3. Óli Sigurjóns og Magnús Máni Kjærnested

Stjón píluvina þakkar öllum þeim sem  mættu með von um að allir hafi skemmt sér vel. Stjórnin vill þakka Alvogen sérstaklega fyrir stuðninginn og vonar að þetta mót verði haldið að ári.

 

myndir: Erling Aðalsteinsson

Að lokum minnum við á næsta mót sem fram fer 20. mars

Betra seint en aldrei sagði skáldið

Loksins setjum við myndir inn frá Minningarmóti Atla Eðvaldssonar sem haldið var föstudaginn 22. nóvember 2019. Þetta mót var skemmtilegt í alla staði og þökkum við þeim öllum sem mættu.

Sigurvegarar í 301 voru Haukur og Pétur

3ja sæti í 301 Rúnar Geir og Gunnar

í öðru sæti í 301 voru Óli Sigurjóns og Þorlákur Björnsson

Verðalaunahafar í X-inu voru

 1. sæti Nökkvi Gunnarsson
 2. sæti Auðunn Örn Gylfason
 3. sæti Jakob Þór Pétursson

Frábært Nesskips mót

Í gærkvöldi var fyrsta mót píluvina í vetur, Nesskip meistarinn.

Það var mikil og góð mæting í mótið. Alls tóku 23 þátt í X-inu og 26 sem spiluðu í 301.

Úrslitin voru þessi

X-ið

 1. sæti Kristján Þorsteinsson
 2. sæti Guðmundur Halldór Friðbjörnsson
 3. Siggeir Kristjánsson

301

 1. sæti Ólafur Sigurjónsson og Pétur
 2. sæti Kristján Þorsteinsson og Dabbi Latt
 3. sæti Gaui Haralds og Atli

Við óskum sigurvegurunum til hamingju.

Næsta mót verður svo 22. nóvember þegar minningarmót um Atla Eðvaldsson fer fram. 

2019 – 2020

Nú þegar hausta tekur þá styttist í fyrsta mót vetrarins. Það fer fram föstudaginn 25. október og keppt verður um titilinn Nesskip meistarinn 2019.

Mótin í vetur verða 5 talsins. Dagsetningarnar eru þessar

25. október Nesskip meistarinn

22. nóvember – Minningarmót Atla Eðvaldssonar

21. febrúar 2020- Alvogen meistarinn

20. mars 2020

24. apríl – 2020 – Ali meistarinn

Takið þessar dagsetningar frá.

Gjöf til Valsmanna til minningar um Atla Eðvaldsson

Í gær fyrir leik Vals og KR í Pepsi Max deild karla færðum við píluvinir í KR Valsmönnum píluspjald, vörn, ljós og mottu að gjöf. Var þetta gert til minningar um Atla Eðvaldsson er lést 2. september eftir erfiða en hetjulega baráttu við krabbamein. Í útför Atla sem var fimmtudaginn 12. fæddist sú hugmynd að færa Valsmönnum þennan virðingarvott.

Atli Eðvaldsson lét til sín taka í starfi hjá píluvinum í KR. Hann var varaformaður í mörg ár.

Halldór Einarsson – Henson hafði það á orði eftir að hafa tekið við gjöfinni úr hendi formanns Píluvina Páli Sævari Guðjónssyni að nú mættu KR-ingar fara að vara sig. Því verðugri keppinautur er vanfundinn.

Eftir að Valsmenn tóku við gjöfinni þá fór Þorgeir Guðmundsson með nokkur gamanmál venju samkvæmt. ÞÞetta plattinn sem er fyrir ofan píluspjaldið

 

Úrslit Vormeistarans 2019

Vormeistarinn 2019 fór fram sl. föstudag í KR heimlinu. Mætingin að þessu sinni voru 22 sem tóku bæði þátt í X-inu og  í 301.

Menn létu vel af þessu móti. Sú nýbreytni var að í boði voru pizzur frá Dominos. Það mæltist vel fyrir. Þetta verður framveigis í mótum hjá okkur. Pizzurnar verða komnar í hús 45 mín áður en mót hefst og er öllum að kostnaðarlausu á meðan byrgðir endast. Nú þarf ekkert að vera stressa sig yfir kvöldmatnum því hann verður á boðstólnum fyrir öll mót í framtíðinni.

Það naði enginn 180 á þessu móti og þar af leiðandi gengu nýju könnurnar ekki út. Nóg verður því til á næsta móti.

Úrslitin í mótinu er sem hér segir

Xið

 1. Geiri KRistjánsson Þorsteinssonar
 2. KRistján Þorsteinsson
 3. Brynjar – Hvers son er hann aftur?

301

 1. Frændurnir Auðunn Örn og Hörður
 2. Brynjar og Matti Eyjólfs
 3. Formaðurinn og Geiri KRistjánsson

Almenn  ánægja var með þetta mót. Pizzurnar frá Dominos slógu heldur betur í gegn. Dominos styrkir píluvinafélag KR með pizzum sem stendur öllum til boða að kostnaðarlausu á meðan birgðir endast. Þetta er nýjung sem verður á öllum mótum í framtíðinni.

Það er rétt að minna á síðasta mótið á þessum vetri en það fer fram föstudaginn 26. apríl. Það er Ali sem á veg og vanda á því móti. Þar verða grillaðar kótilettur og annað gott. Meðlæti verður frá Múlakaffi.

Nánar um það síðar.

Vormeistarinn 2019

Þá er komið að næsta pílumóti hjá okkur píluvinum. Það fer fram föstudaginn 22. mars og hefst klukkan 19:30.

Allt verður þetta með hefðbundnu sniði. Byrjum á X-inu og eftir að sigurvegarinn hefur verið krýndur munum við draga í tvímenning í 301.

Stjórninni urðu á þau leiðu mistök að tilkynna að þátttökugjaldið væri 1500 kr en það er 2000 kr og leiðréttist hér með. Ég vona að það komi ekki að sök. Ef það er eitthvað að vefjast fyrir ykkur þá má prútta um þáttökugjaldið.

Venju samkvæmt verða vegleg verðlaun í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur í KR heimilinu

Stjórnin

Frábært mót að baki – Opna Afmælismótið

Það er óhætt að segja að opna afmælismótið hafi tekist vel. Það var gaman að sjá hversu margir nýliðar létu sjá sig. Það er mikil gróska í  pílukasti á Íslandi um þessar mundir og ætla píluvinir að nýta sér þann meðbyr.

Keppendur mættu vel stemmdir og var gleðin allsráðandi. Alls voru 37 keppendur sem tóku átt í X-inu, og voru úrslitin eftirfarandi

 1. sæti Ólafur Sigurjónsson
 2. sæti Haukur Karlsson
 3. Ívar Jörundsson

í 301 fengu menn að velja sér makker eins og tíðkaðist á upphafsárum píluvina. Heiðursformaðurinn Jakob Þór Pétursson bauð hæðst í Kristján Þorsteinsson og voru leikmenn á því að annað eins lið hefur ekki sést í háa herrans tíð hjá Píluvinum. Í stuttu máli sagt náðu þér félgar sér ekki á strik. Það má kannski segja að spennan hafi orðið þeim að falli.

Úrslitin í  301

 1. sæti Gunnar og Jóhann
 2. sæti Páll Sævar og Kristinn Inga
 3. Kristján og Kobbi

Gunnar Sigurðsson úr Hafnarfirði gerði sér lítið fyrir og henti í 180 og fékk í verðlaun forláta könnu. Þar sem hann er stakur bindindismaður fékk hann ungan og upprennandi pílukastara til þess þess að þamba mjöðinn úr könnunni.

Stjórnin óskar öllum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju með árangurinn á þessu móti.

Næsta mót verður haldið föstudaginn 22. mars. Fjallað verður um það mót þegar nær dregur.

Opna afmælismótið

Næsta mót Píluvinafélags KR verður haldið föstudaginn 22. febrúar og hefst klukkan 19:30.

Þetta er mót er haldið vegna 120 ára afmælis KR sem er 16. febrúar. Mótið er ætlað öllum KR-ingum. Aðgangseyrir er 0 kr.

Við hvetjum þá aðila sem hafa einhverntíman kastað pílu að mæta og kynna sér starfsemi félagsins. Ef einhverjir eiga ekki pílur en langar að prófa þá eru pílusett á staðnum fyrir þá sem það þurfa.

Sem fyrr verður mótið með hefðbundnu sniði. Byrjum á X-inu og svo förum við í liðakeppni í 301.

Veitingar verða svo seldar á sama væga verðinu.

Mætum í afmælisskapi og tökum þátt í þessu skemmtilega móti.

Stjórnin