Category Archives: Á næstunni

Kúttarinn 2017

sjómaðurMiðasala á Kúttarann 2017 hefur farið fram úr öllum vonum . Nýjasta tölulega samantekt markaðsdeildar Píluvina gefur sterkar vísbendingar um að uppselt sé á viðburðinn. Aðeins á eftir að samkeyra við Þjóðskrá upplýsingar um brottflutta og látna á allra síðustu dögum. Það er því ekki öll nótt úti með að redda sér miða, þó að útlitið sé ekki bjart. feiti-gaurinn piluhrollur-copyTrollveiðar-ll

Kúttarinn 10.mars 2017

Hið árlega Kúttmagakvöld Píluvina verður haldið 10.mars n.k.  Að þessu sinni hafa Píluvinir tekið höndum saman við handknattleiksdeild KR um framkvæmdina. Veitingar verða í höndum meistarkokka Múlakaffis sem sáu um veitingar á stórglæsilegu þorrablóti á dögunum. Sumun þeirra kenndi pistlaritari sjálfur, svo ekki þarf að efast um glæsibraginn og natnina. Gamla slorgengið mun annast hreinsun maganna eins og undanfarin ár.  Gengið hefur unnið á sjómannasamningum undanfarin ár og mun því fá fría vinnuvettlinga í ár verði nýgerðir samningar sjómanna samþykktir. Verð aðgöngumiða er óháð gengissveiflum og verður áfram 7,000 krónur.marbendill hafmeyjaPílugaurinnKúttari 2014 031 Kúttari 2014 019 Kúttari 2014 024

Það flottasta frá upphafi ! ! !

Þrátt fyrir langvinnt sjómannaverkfall, mun Píluvinafélag KR , nú í samstarfi við handknattleiksdeild K.R. ,halda Kúttmagakvöld í félagsheimili KR við Frostaskjól 10.mars.n.k. Glæsilegt sjávarréttahlaðborð, þar sem m.a. verður hugsanlega boðið uppá ferskan marbendil og hreisturskafinn hafmeyjarsporð. Búið er að tryggja kúttmagana og hreinsunarteymið er í startholunum. Tekið er við nemum í kúttmagahreinsun og er námskeiðsgjald samkomulagsatriði. Tryggið ykkur miða í tíma á þetta glæsilega galakvöld. Síðasliðin 20 ár hafa færri komist að en hafa viljað. Á meðfylgjandi myndum má sjá fágætt lostæti úr hafinu, marbendil og hafmeyju. Við lofum engu, en reynum allt ! !

Kv,

Stjórnin

hafmeyja marbendill

HHÍ / Vallamótið 9.des 2016

HHÍ er styrktaraðili Vallamótsins sem haldið verður n.k.föstudag, 9.desember og hefst kl 19:30. Í X-inu verður keppt um Vallabikarinn sem gefinn var til minningar um Valgarð Bjarnason, f.v. formann Píluvinafélags K.R.  HHÍ  styrkir þetta mót eins og undanfarin ár. Píluvinafélaginu hafa áskotnast álitlegar happaþrennur (Jólaþrenna og Fundið fé) sem seldar verða á kostnaðarverði á föstudaginn. Hægt er að handvelja þrennur í forsölu og leggjast þá 50 krónur á hvern miða. Kæri píluvinur. Þetta gætu orðið fyrstu forgreiddu jólin þín !

Kv,  Stjórnin (öll)

Hugsanlega mun Jakob Pétursson lesa valda kafla úr verkum sínum

DSC_0027

 

Vallamótið 9. desember 2016

Næsta mót Píluvina er Hrikalega stóra Vallamótið 9.desember 2016. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér úrslitum í Hrikalega stóra Thorshipmótinu koma þau hér.X-ið  1.sæti Colin (Stóra Bretland,)2. sæti Vitor (Evrópusambandið og Ísland)3. sæti Big John Irish. (Írland) 301 1.sæti Reynir Valgarðsson og Barry breski. 2. sæti Árni Halldórsson og Þorgeir Guðmundsson. 3. sæti Big John Irish og Ásgrímur Guðmundsson. 20161111_210317-copy-2 20161111_210342-copy-3 20161111_210401-copy-2 20161111_213932-copy-copy-copy 20161111_213932-copy-copy-2 20161111_213933-copy-copy-copy 20161111_213933-copy-copy-2 20161111_213933-copy-2 20161111_213933 20161111_213942-copy 20161111_213951-copy 20161111_234202 20161111_234224-copy 20161111_234227-copy

Tíminn flýgur.

Það er að bresta á með enn einu fárinu. Vallamót Píluvina er næsta föstudag, 11.12.15 Þeim sem í vandræðum eiga heima fyrir með að fá sig lausa er bent á að fjölmargar ferðaskrifstofur eru um þessar mundir að bjóða upp innkaupaferðir fyrir einn þessa dagana. Það er gott að gefa góða ferð. Vegna hagstæðs gengis borgar ferðin sig sjálf ! Mótið hefst kl 19:30.

Næstu mót.

Sælir félagar,

Núna er starfið að fara af stað aftur, hér eru dagsetningar á næstu mót.

Föstudagurinn 27. febrúar

Föstudagurinn 27. mars

Föstudagurinn 24. apríl

Takið þessa daga frá og endilega reyna að koma með einn vin…..

Kveðja

Stjórnin

Úrslit í súpumótinu.

Nú er vertíðinni lokið hjá píluvinum og er óhætt að fullyrða að síðasti róðurinn hafi verið langt undir væntingum. Lokamótið var haldið til styrktar meistarflokki KR í knattspyrnu. Góð mæting var hjá meistarflokksstrákunum en lakari hjá grasrót píluvinafélagsins.  Stólpar tímabilsins hafa verið þeir Árni Halldórsson og Hinrik Þráinsson nánast fullt hús stiga og ekki má gleyma Ella Aðalsteins. En beint í úrslitin.  Ólafur Sigurjónsson bar sigur úr býtum í X-inu. Aðrir voru lakari. Ólafur lenti í fjórða sæti í  501 ásamt félaga sínum Karli ,,refsara” Agnarssyni, í þriðja sæti lentu Bjarni Þorsteins og Kalli Ingólfs, annað sæti hrepptu Gummi Friðbjörns og Ásgrímur sem töpuðu óvænt og óverðskuldað fyrir Stjána Klaka og Sigga Indriða sem enduðu í fyrsta sæti.  Verulega horfir illa með nýliðun í félaginu og er ýmissa leiða leitað til að auka aðsókn, jafnvel að halda eins og eitt mót sem opið yrði konum. Varla geta þeir sem sófana verma sett sig upp á móti því. Meira síðar. Kv, Krókurinn