Category Archives: Fréttir

Miðasala á Kúttarann 2018

Miðasala á Kúttarann er í fullum gangi . Viðburðurinn verður 2.mars og hefst kl 19:00.  Samningar hafa tekist við meistarakokka Múlakaffis og hreinsunargengið er í startholunum. Íslenskir sjómenn leggja sig í lífshættu við að færa okkur  kúttmagana og hreinsunargengið fylgir aldagömlum hefðum við hantéringu þeirra. Veislustjóri verður Páll Sævar Guðjónsson .Ari Eldjárn  fer með gamanmál .  Veglegir happdrættisvinningar og Vatn lífsins flýtur um borð.  Vinsamlega tryggið ykkur miða í tíma, því uppselt hefur verið á viðburðinn í 25 ár. Umsjón og framkvæmd er í harpix smurðum höndum handknattleiksdeildar K.R. Við bókunum tekur Sverrir Pálmason. sverrir@cato.is  

Kv,

Öldungaráð Píluvina & handknattleiksdeild K.R.

 

 

 

Kúttarinn 2018

Minnum á Kúttarann 2018 , Gala viðburð í Félagsheimili K.R.  2.mars n.k.  Glæsilegt sjávarréttahlaðborð sem á engan sinn líka. Miðabókanir hafnar.  Viðburður með áratuga sögu. Allt 1. flokks og vel það. Vinsamlega hafið samband við Sverri Pálmason bókunarstjóra. (pls contact mr. Sverrir Palmason booking manager) til að tryggja ykkur miða.  sverrir@cato.is   

Tekið verður við örfáum sjálboðaliðum í hreinsun. Þar sem drengir verða að mönnum…

Umsjón með viðburðinum hefur handknattleiksdeild K.R.

 

 

 

Úrslit í Vallamótinu 2017

Hér birtast útslit í Vallamótinu 2017

X-ið Vallameistari og bikarhafi

1.sæti  Kristján Þorsteinsson

2. sæti  Ólafur Sigurjónsson

3.sæti  Árni frændi

301,úrslit.

1.sæti Siggi Indriða og Jón ingi

2. sæti Stjáni Þorsteins og Helgi Jarl

3. sæti Óli Sigurjóns og Gunni Rós.

Það sem er athuglisverðast við þessi úrslit er að Vallabikarinn fer úr Smiðjunni, en þar hefur hann verið til húsa undanfarin ár.20171201_210407 20171201_210434 20171201_223307 20171201_233207 20171201_233218 20171201_233319 20171201_233326

Minningarmót Valla Bjarna 1.des 2017

Hið árlega minningarmót um Valgarð Bjarnason f.v. formann Píluvinafélagsins fer fram fullveldisdaginn 1. des n.k.  Flaggað verður í fulla stöng um alla borg, bæði við opinberar stofnar og einkaheimili í tilefni dagsins og mótsins. HHÍ stendur við bakið á okkur sem endranær, 500 kr seðilinn verður virðisaukinn við greiðslu á keppnisgjaldi og veitingum. Sérstakur  virðisaukaauki mun bætast við ef fjárfest er í framtíðinni og happaþrennum.  Allir velkomnir, hvort sem er til keppniÍslenski fáninn 2 eða samverustundar með góðum félögum.

KR mynd Valli Bjarna

 

 

Hrikalega stóra ! ! !

Sjaldan hefur þessi fyrirsögn átt betur við.  Nýliðið Nesskipamót er einn stærsti viðburður sem Píluvinir hafa staðið fyrir s.l. tvö ár. Gríðarlega góð mæting var á mótið og mátti til mikillar gleði sjá gömul andlit í bland við ný. Af celebum má nefna Rúnar Kristins, Bjarna Guðjóns, Sigurvin Ólafs, Kristján Finnbogason og þá bræður Óla Geira og Geira Geira. Í celebahópnum var einnig Jakob Pétursson rithöfundur og f.v. útgefandi Tonnsins, sem er að líkindum fyrsta íþróttatímaritið sem kom reglulega út. Frekari upplýsingar um gesti er að finna á “Hver var hvar”, á Smartlandi.  Garðar Jóhannsson framkvæmdastjóri Nesskipa reyndist sannspár þegar hann lét þessu fleygu orð falla. ,,Fólk flykkist á bak við foringja”  Félagið þakkar Garðari, sem bæði er ” an officer and a gentleman” fyrir hans aðkomu. Fumlaus mótsstjórn var í höndum Páls Sævars.  Gulli hjá Ræstingu og ráðgjöf átti ekki heimangengt vegna anna en sendi  peningagjöf.20171103_200622 20171103_200634 20171103_200756 20171103_200759 20171103_200840 20171103_201813 20171103_201821 20171103_201827 Nesskip 301 2017 feiti gaurinn Gæi frændi

 

Úrslit í 301

1.sæti

Þorgeir Guðmundsson og Ólafur Ásgeirsson.

2.sæti

Reynir Valgarðsson og Kristinn Wiium

3. sæti.

Kristján Finnbogason og Arnar Einarsson, Ólafssonar völundar.

Nesskipameistarinn 2017

DSC_0081 DSC_0043 DSC_0038 DSC_0027Eins og fram  hefur komið mun Nesskip styrkja næsta mót Píluvina, sem haldið verður 3.nóvember n.k. Í fyrirsvari fyrir Nesskip er íþrótta-og afreksmaðurinn Garðar Jóhannsson, sem allir ættu að þekkja sem eitthvað hafa fylgst með íþróttum, einkum körfuknattleik. Nesskip er leiðandi fyrirtæki í flutningum um heimshöfin og á heimasíðu þess má lesa um siðferðisáherslur þess og öryggiskröfur, sem ættu að vera öðrum fyrirmynd. VIð þökkum Nesskipum stuðninginn og væntum þess að sjá sem flesta á Nesskipamótinu.

 

www.nesskip.is

 

feiti gaurinn Gæi frændi Navy Nelson Píluhrollur