Category Archives: Ljósmyndir

Miðasala á Kúttarann 2018

Miðasala á Kúttarann er í fullum gangi . Viðburðurinn verður 2.mars og hefst kl 19:00.  Samningar hafa tekist við meistarakokka Múlakaffis og hreinsunargengið er í startholunum. Íslenskir sjómenn leggja sig í lífshættu við að færa okkur  kúttmagana og hreinsunargengið fylgir aldagömlum hefðum við hantéringu þeirra. Veislustjóri verður Páll Sævar Guðjónsson .Ari Eldjárn  fer með gamanmál .  Veglegir happdrættisvinningar og Vatn lífsins flýtur um borð.  Vinsamlega tryggið ykkur miða í tíma, því uppselt hefur verið á viðburðinn í 25 ár. Umsjón og framkvæmd er í harpix smurðum höndum handknattleiksdeildar K.R. Við bókunum tekur Sverrir Pálmason. sverrir@cato.is  

Kv,

Öldungaráð Píluvina & handknattleiksdeild K.R.

 

 

 

Kúttarinn 2018

Minnum á Kúttarann 2018 , Gala viðburð í Félagsheimili K.R.  2.mars n.k.  Glæsilegt sjávarréttahlaðborð sem á engan sinn líka. Miðabókanir hafnar.  Viðburður með áratuga sögu. Allt 1. flokks og vel það. Vinsamlega hafið samband við Sverri Pálmason bókunarstjóra. (pls contact mr. Sverrir Palmason booking manager) til að tryggja ykkur miða.  sverrir@cato.is   

Tekið verður við örfáum sjálboðaliðum í hreinsun. Þar sem drengir verða að mönnum…

Umsjón með viðburðinum hefur handknattleiksdeild K.R.

 

 

 

Hrikalega stóra ! ! !

Sjaldan hefur þessi fyrirsögn átt betur við.  Nýliðið Nesskipamót er einn stærsti viðburður sem Píluvinir hafa staðið fyrir s.l. tvö ár. Gríðarlega góð mæting var á mótið og mátti til mikillar gleði sjá gömul andlit í bland við ný. Af celebum má nefna Rúnar Kristins, Bjarna Guðjóns, Sigurvin Ólafs, Kristján Finnbogason og þá bræður Óla Geira og Geira Geira. Í celebahópnum var einnig Jakob Pétursson rithöfundur og f.v. útgefandi Tonnsins, sem er að líkindum fyrsta íþróttatímaritið sem kom reglulega út. Frekari upplýsingar um gesti er að finna á “Hver var hvar”, á Smartlandi.  Garðar Jóhannsson framkvæmdastjóri Nesskipa reyndist sannspár þegar hann lét þessu fleygu orð falla. ,,Fólk flykkist á bak við foringja”  Félagið þakkar Garðari, sem bæði er ” an officer and a gentleman” fyrir hans aðkomu. Fumlaus mótsstjórn var í höndum Páls Sævars.  Gulli hjá Ræstingu og ráðgjöf átti ekki heimangengt vegna anna en sendi  peningagjöf.20171103_200622 20171103_200634 20171103_200756 20171103_200759 20171103_200840 20171103_201813 20171103_201821 20171103_201827 Nesskip 301 2017 feiti gaurinn Gæi frændi

 

Úrslit í 301

1.sæti

Þorgeir Guðmundsson og Ólafur Ásgeirsson.

2.sæti

Reynir Valgarðsson og Kristinn Wiium

3. sæti.

Kristján Finnbogason og Arnar Einarsson, Ólafssonar völundar.

Nesskipameistarinn 2017

DSC_0081 DSC_0043 DSC_0038 DSC_0027Eins og fram  hefur komið mun Nesskip styrkja næsta mót Píluvina, sem haldið verður 3.nóvember n.k. Í fyrirsvari fyrir Nesskip er íþrótta-og afreksmaðurinn Garðar Jóhannsson, sem allir ættu að þekkja sem eitthvað hafa fylgst með íþróttum, einkum körfuknattleik. Nesskip er leiðandi fyrirtæki í flutningum um heimshöfin og á heimasíðu þess má lesa um siðferðisáherslur þess og öryggiskröfur, sem ættu að vera öðrum fyrirmynd. VIð þökkum Nesskipum stuðninginn og væntum þess að sjá sem flesta á Nesskipamótinu.

 

www.nesskip.is

 

feiti gaurinn Gæi frændi Navy Nelson Píluhrollur

Alimótið, hápunktur tímabilsins 2016-2017

Nú er mótaröðin 2016-2017 að baki og lauk henni með Alimótinu 21.apríl s.l. Mótið var eins og fyrirsögnin gefur til kynna styrkt af Ali, sem hefur staðið þétt við bakið á Píluvinum undanfarin ár og gefið glæsilegar veitingar á grillið. Boðið var upp á  best verkaða grísakjöt og pylsur  sem pistlahöfundur hefur bragðað og býr hann þó að áratuga reynslu á neyslu grísakjöts, bæði hérlendis og erlendis. Meðlætið var frá Jóhannesi í Múlakaffi  og  voru sósurnar og salötin í hópi hans bestu verka. Það þarf sérfræðinga til að skera úr um hvort þetta sælgæti varpi skugga á sveinsstykki þessa náttúrbarns, sem var fagurlega skreyttur stórlúðusporður.Mótshaldið var á léttu nótunum og keppendur nutu frábærra veitinga á meðan horft var á beina útsendingu frá leik KR og Grindavíkur í körfunni.   Við grillið stóðu Sigurður Zofus frá Ali og Þorgeir Guðmundsson frá Píluvinum. Varla var sjónarmunur á frammistöðu þeirra, þangað til grill Þorgeirs stóð í björtu báli að honum fjarstöddum.  Guðjón Hilmarsson varð eldsins var og kallaði til aðstoðar Ásgrím Guðmundsson f.v. ríkislögreglumann, og tókst þeim með samræmdum aðgerðum að forða stórtjóni. Vel var mætt úr smiðjunni og að auki hafði Sigmundur Hannesson stefnt þremur lögmönnum til leikanna. Þeir mættu allir við fyrirtöku. Upp kom eitt lagalegt álitamál, en þar sem Siggi Indriða, formaður laganefndar var fjarverandi, kvað dómstóll götunnar upp sinn úrskurð og honum verður ekki breytt.  Að borðhaldi loknu var keppt í 501, og var keppnin það hörð að innbyrðis úrslit réðu hverjir komust í úrslit En úrslitin urðu þessi

1.sæti. Bjössi Blacksmith og Geiri Stjána

2.sæti. Guðjón B. F. Hilmarsson og Kiddi Inga.

3.sæti. Einar Óla og Jón Óli.

 

Sjáumst í haust !

Kv,

Stjórnin

aliDSC_0081Ali 1 city-smoke-barbecue-pig-roasts-205616_188x188 happy-piggy feiti gaurinn KR mynd Píluhrollur

 

Með kærum þökkum.

Píluvinafélagið kann öllum sem mættu á Kúttarann 2017 sínar bestu þakkir. Einnig fá matreiðslumeistarar Múlakaffis og starfsmenn á gólfi þakkir fyrir sitt framlag sem var fyrsta flokks.  Þetta er án alls vafa flottasta sjávarréttahlaðborð sem fram verður borið á þessu ári. Fumlaus veislu-og viðburðarstjórn var í höndum Guðmundar Péturssonar . Þess er hér með farið á leit að hanni taki þetta að sér á meðan honum endist aldur til, þannig að þetta er í góðum höndum næstu 20 árin. Ari Eldjárn og Lárus Loftsson fóru með gamanmál. Á frammistöðu þeirra var varla sjónarmunur. Happdrættisvinningar voru sérlega glæsilegir þetta árið.  Gefendur voru Snerra útgáfa, sem einnig lagði til glæsilegar og óvenjulegar borðskreytingar, Ísól, Fastus og Óskar Nafnleyndar.  Sérstakar þakkir fær Friðrik Þorbjörnsson fyrir sinn þátt sem haukur í horni. Ekkert mál er þess eðlis að hann finni ekki farsæla lausn. Meðfylgjandi eru nokkarar myndir frá viðburðinum. Léleg myndgæði skýrast af því að notast var við myndstillingu sem kallast andlitsfegrun. 20170310_225032 20170310_213335 20170310_213331 20170310_213328 20170310_202121 20170310_192346 20170310_192258 20170310_192248 20170310_192229 20170310_192210 20170310_192059 20170310_192053 20170310_185748 20170310_185736 20170309_221049 20170309_221045