Deildarkeppni PFR lauk í vikunni

Í vikunni sem leið lék Pílulið KR sinn síðasta leik í deildarkeppni Pílukastfélags Reykjavíkur (PFR) á þessu tímabili. Leikurinn var gegn Píluliði Garðabæjar (PFG). KR sigraði leikinn 9-5. KR liðið endaði í 5ta sæti í deildinni í ár. Það verður að teljast viðunandi árangur eftir að hafa sigrað deildina tímabilið 2018-2019. Meðfylgjandi mynd var tekin eftir síðasta leikinn. 

Frá vinstri: Ólafur Sigurjónsson, Þorgeir Guðmundsson, Rúnar Geir Gunnarsson og Páll Sævar Guðjónsson.

Lið KR í vetur var skipað þeim leikmönnum sem eru á myndinni og þeim sem eru á listanum hér fyrir neðan.

Kristján Sigurður Þorsteinsson

Haukur Karlsson

Reynir Þór Valgarðsson

Guðmundur Halldór Friðbjarnarson

Kristinn Valur Wiium

Bjarni Þorsteinsson

Siggeir Karl Kristjánsson

Þorsteinn Atli Kristjánsson

Dagbjartur Harðarson