Frábært mót að baki – Opna Afmælismótið

Það er óhætt að segja að opna afmælismótið hafi tekist vel. Það var gaman að sjá hversu margir nýliðar létu sjá sig. Það er mikil gróska í  pílukasti á Íslandi um þessar mundir og ætla píluvinir að nýta sér þann meðbyr.

Keppendur mættu vel stemmdir og var gleðin allsráðandi. Alls voru 37 keppendur sem tóku átt í X-inu, og voru úrslitin eftirfarandi

  1. sæti Ólafur Sigurjónsson
  2. sæti Haukur Karlsson
  3. Ívar Jörundsson

í 301 fengu menn að velja sér makker eins og tíðkaðist á upphafsárum píluvina. Heiðursformaðurinn Jakob Þór Pétursson bauð hæðst í Kristján Þorsteinsson og voru leikmenn á því að annað eins lið hefur ekki sést í háa herrans tíð hjá Píluvinum. Í stuttu máli sagt náðu þér félgar sér ekki á strik. Það má kannski segja að spennan hafi orðið þeim að falli.

Úrslitin í  301

  1. sæti Gunnar og Jóhann
  2. sæti Páll Sævar og Kristinn Inga
  3. Kristján og Kobbi

Gunnar Sigurðsson úr Hafnarfirði gerði sér lítið fyrir og henti í 180 og fékk í verðlaun forláta könnu. Þar sem hann er stakur bindindismaður fékk hann ungan og upprennandi pílukastara til þess þess að þamba mjöðinn úr könnunni.

Stjórnin óskar öllum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju með árangurinn á þessu móti.

Næsta mót verður haldið föstudaginn 22. mars. Fjallað verður um það mót þegar nær dregur.