Frábært Nesskips mót

Í gærkvöldi var fyrsta mót píluvina í vetur, Nesskip meistarinn.

Það var mikil og góð mæting í mótið. Alls tóku 23 þátt í X-inu og 26 sem spiluðu í 301.

Úrslitin voru þessi

X-ið

  1. sæti Kristján Þorsteinsson
  2. sæti Guðmundur Halldór Friðbjörnsson
  3. Siggeir Kristjánsson

301

  1. sæti Ólafur Sigurjónsson og Pétur
  2. sæti Kristján Þorsteinsson og Dabbi Latt
  3. sæti Gaui Haralds og Atli

Við óskum sigurvegurunum til hamingju.

Næsta mót verður svo 22. nóvember þegar minningarmót um Atla Eðvaldsson fer fram.