Fyrsta mót vetrarins 2018-2019

Þá er komið að fyrsta pílumótinu í vetur. Það verður haldið næstkomandi föstudag 26. október og hefst klukkan 19:30. Verður spilað venju samkvæmt í félagsheimili okkar KR-inga.

Mótið verður haldið til minningar um Karl Harðarson fyrrum formann Píluvinafélags KR en hann varð bráðkvaddur 5. október sl.

Húsið opnar klukkan 19:00. Bryjum að spila klukkan 19:30. Byrjum á X-inu og svo verður dregið í lið í 301 (byrjendur og lengra komnir)

Þeir sem ekki eiga pílur geta fengið lánað hjá Píluvinum.

Mótsgjald er 2.000 kr og verða kaldir drykkir seldir á vægu verði.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Stjórn Píluvina