Gjöf til Valsmanna til minningar um Atla Eðvaldsson

Í gær fyrir leik Vals og KR í Pepsi Max deild karla færðum við píluvinir í KR Valsmönnum píluspjald, vörn, ljós og mottu að gjöf. Var þetta gert til minningar um Atla Eðvaldsson er lést 2. september eftir erfiða en hetjulega baráttu við krabbamein. Í útför Atla sem var fimmtudaginn 12. fæddist sú hugmynd að færa Valsmönnum þennan virðingarvott.

Atli Eðvaldsson lét til sín taka í starfi hjá píluvinum í KR. Hann var varaformaður í mörg ár.

Halldór Einarsson – Henson hafði það á orði eftir að hafa tekið við gjöfinni úr hendi formanns Píluvina Páli Sævari Guðjónssyni að nú mættu KR-ingar fara að vara sig. Því verðugri keppinautur er vanfundinn.

Eftir að Valsmenn tóku við gjöfinni þá fór Þorgeir Guðmundsson með nokkur gamanmál venju samkvæmt. ÞÞetta plattinn sem er fyrir ofan píluspjaldið