HHÍ meistarinn 2018

Þá er komið að næsta pílumóti. Það verður haldið föstudaginn 23. nóvember þegar keppt verður í HHÍ meistarann 2018. Mótið verður með hefðbundnu sniði. Byrjum á því að keppa í X-inu og svo verður dregið í tvímenning í 301. Hvetjum alla til að mæta tímanlega því við byrjum í X-inu klukkan 19:30 – Stundvíslega.

Happdrætti Háskóla Íslands hefur styrkt píluvinafélag KR með miklum sóma í áraraðir. Þetta mót hefur undanfarin ár verið haldið í minningu fyrrum formanns píluvina KR Valgarðs Bjarnasonar. Valli var starfsmaður hjá Happdrættinu til fjölda ára.

Við hvetjum alla sem mæta að hafa réðufé með sér til að kaupa happaþrennur á ótrúlegu verði. Það er líka vissara að hafa með sér eitthvað gott verkfæri til að geta skafið af öllum þrennum sem seldar verða.

Sigurvegarar á þessu móti í fyrra voru

Xið

  1. Kristján Þorsteinsson
  2. Ólafur Sigurjónsson
  3. Árni Frændi

301

  1. Siggi Indriða og Jón ingi
  2. Stjáni Þorsteins og Helgi Jarl
  3. Óli Sigurjóns og Gunni Rós.

Gerum við ráð fyrir því að þessir aðilar mæti til að verja sinn titil. Það er því verðugt verkefni allra hinna (þá er ekki verið að tala um Hinna bílamálara) að sækja verðlaunin á mótinu í ár.

Þátttökugjald er 2.000kr. Kaldir drykkir verða á vægu verði.

Hlökkum til að sjá ykkur pílukastara í KR á föstudaginn

Stjórnin