Karl Harðarson. Minning.

Karl Harðarson fyrrverandi formaður Píluvinafélags KR varð bráðkvaddur 5. október síðast liðinn.
Karl var gegnheill KR-ingur og studdi félag sitt með ráðum og dáð. Karl var virkur í starfi píluvinafélags KR og tók við formennsku í félaginu árið 2007. Undir hans stjórn réðst félagið í halda KR international open mótin, sem eru þau stærstu sem haldin hafa verið í íslenskri pílukeppni. Í mörg horn var að líta við uppsetningu móts af þessari stærðargráðu, en Kalla fórst verkstjórnin vel úr hendi.  Ekki má gleyma þætti hans í undirbúningi Kúttmagakvölda Píluvinafélags KR.
Píluvinir þakka Karli samfylgdina og senda fjölskyldu, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur.
Píluvinafélag KR