Úrslit minningarmótsins

Minningarmót um fyrrverandi formann Píluvinafélags KR, Karl Harðarson er varð bráðkvaddur 5. október sl. var haldið föstudaginn 26. október.

Það var virkilega gaman að sjá hversu vel var mætt og voru margir á því  að þetta hafi verið stæðsta mót sem haldið hefur verið á vegum  félagsins. Alls voru 63 sem mættu. Vel flestir tóku þátt í X-inu og eitthvað færri tóku þátt í  301.

Úrslitin í mótinu voru á þennan veg.

X-IÐ

  1. sæti Halli Egils
  2. sæti Óli Sig
  3. sæti Alex Pétursson

301

  1. sæti Kristján Þorsteins og Guðmundur Finnbjarnar
  2. sæti Bjarni Þorsteins og Óttarr Magni (takið eftir 2 R í Óttarr)
  3. sæti Goggi og  Valtýr tengdasonur Gogga

Verðlaunin í mótinu voru að venju bikar og medalíur.

Halli Egils fékk flösku að auki frá Heildverslun Reynis Valgarðssonar pílukastara

Sigurvegarar í 301 fengu hvor um sig 5 einkatíma í golfkennslu hjá Nökkva Gunnarssyni golfkennara Nesklúbbsins.

Stjórnin þakkar þeim Reyni og Nökkva höfðinglegar gjafir.

Stjórn Píluvinafélags KR þakkar öllum þeim sem mættu og vonar að allir hafi skemmt sér vel.

Það var talað um á mótinu að safna saman netföngum fyrir póstlista félagsins. Það var ekki hægt að koma því í kring á mótinu. Þeir sem vilja bæta sér á listann og fá fréttir af félaginu geta skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið krpiluvinir@gmail.com

Í lokin vill stjórnin minna á næsta mót Píluvina en það verður föstudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 19:30. Nánar um það síðar.

Hér eru nokkrar myndir frá mótinu