Opna afmælismótið

Næsta mót Píluvinafélags KR verður haldið föstudaginn 22. febrúar og hefst klukkan 19:30.

Þetta er mót er haldið vegna 120 ára afmælis KR sem er 16. febrúar. Mótið er ætlað öllum KR-ingum. Aðgangseyrir er 0 kr.

Við hvetjum þá aðila sem hafa einhverntíman kastað pílu að mæta og kynna sér starfsemi félagsins. Ef einhverjir eiga ekki pílur en langar að prófa þá eru pílusett á staðnum fyrir þá sem það þurfa.

Sem fyrr verður mótið með hefðbundnu sniði. Byrjum á X-inu og svo förum við í liðakeppni í 301.

Veitingar verða svo seldar á sama væga verðinu.

Mætum í afmælisskapi og tökum þátt í þessu skemmtilega móti.

Stjórnin