Opna afmælismótið

Næsta mót Píluvinafélags KR verður haldið föstudaginn 22. febrúar og hefst klukkan 19:30.

Þetta er mót er haldið vegna 120 ára afmælis KR sem er 16. febrúar. Mótið er ætlað öllum KR-ingum. Aðgangseyrir er 0 kr.

Við hvetjum þá aðila sem hafa einhverntíman kastað pílu að mæta og kynna sér starfsemi félagsins. Ef einhverjir eiga ekki pílur en langar að prófa þá eru pílusett á staðnum fyrir þá sem það þurfa.

Sem fyrr verður mótið með hefðbundnu sniði. Byrjum á X-inu og svo förum við í liðakeppni í 301.

Veitingar verða svo seldar á sama væga verðinu.

Mætum í afmælisskapi og tökum þátt í þessu skemmtilega móti.

Stjórnin

HHÍ meistarinn 2018

Þá er komið að næsta pílumóti. Það verður haldið föstudaginn 23. nóvember þegar keppt verður í HHÍ meistarann 2018. Mótið verður með hefðbundnu sniði. Byrjum á því að keppa í X-inu og svo verður dregið í tvímenning í 301. Hvetjum alla til að mæta tímanlega því við byrjum í X-inu klukkan 19:30 – Stundvíslega.

Happdrætti Háskóla Íslands hefur styrkt píluvinafélag KR með miklum sóma í áraraðir. Þetta mót hefur undanfarin ár verið haldið í minningu fyrrum formanns píluvina KR Valgarðs Bjarnasonar. Valli var starfsmaður hjá Happdrættinu til fjölda ára.

Við hvetjum alla sem mæta að hafa réðufé með sér til að kaupa happaþrennur á ótrúlegu verði. Það er líka vissara að hafa með sér eitthvað gott verkfæri til að geta skafið af öllum þrennum sem seldar verða.

Sigurvegarar á þessu móti í fyrra voru

Xið

 1. Kristján Þorsteinsson
 2. Ólafur Sigurjónsson
 3. Árni Frændi

301

 1. Siggi Indriða og Jón ingi
 2. Stjáni Þorsteins og Helgi Jarl
 3. Óli Sigurjóns og Gunni Rós.

Gerum við ráð fyrir því að þessir aðilar mæti til að verja sinn titil. Það er því verðugt verkefni allra hinna (þá er ekki verið að tala um Hinna bílamálara) að sækja verðlaunin á mótinu í ár.

Þátttökugjald er 2.000kr. Kaldir drykkir verða á vægu verði.

Hlökkum til að sjá ykkur pílukastara í KR á föstudaginn

Stjórnin

Úrslit minningarmótsins

Minningarmót um fyrrverandi formann Píluvinafélags KR, Karl Harðarson er varð bráðkvaddur 5. október sl. var haldið föstudaginn 26. október.

Það var virkilega gaman að sjá hversu vel var mætt og voru margir á því  að þetta hafi verið stæðsta mót sem haldið hefur verið á vegum  félagsins. Alls voru 63 sem mættu. Vel flestir tóku þátt í X-inu og eitthvað færri tóku þátt í  301.

Úrslitin í mótinu voru á þennan veg.

X-IÐ

 1. sæti Halli Egils
 2. sæti Óli Sig
 3. sæti Alex Pétursson

301

 1. sæti Kristján Þorsteins og Guðmundur Finnbjarnar
 2. sæti Bjarni Þorsteins og Óttarr Magni (takið eftir 2 R í Óttarr)
 3. sæti Goggi og  Valtýr tengdasonur Gogga

Verðlaunin í mótinu voru að venju bikar og medalíur.

Halli Egils fékk flösku að auki frá Heildverslun Reynis Valgarðssonar pílukastara

Sigurvegarar í 301 fengu hvor um sig 5 einkatíma í golfkennslu hjá Nökkva Gunnarssyni golfkennara Nesklúbbsins.

Stjórnin þakkar þeim Reyni og Nökkva höfðinglegar gjafir.

Stjórn Píluvinafélags KR þakkar öllum þeim sem mættu og vonar að allir hafi skemmt sér vel.

Það var talað um á mótinu að safna saman netföngum fyrir póstlista félagsins. Það var ekki hægt að koma því í kring á mótinu. Þeir sem vilja bæta sér á listann og fá fréttir af félaginu geta skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið krpiluvinir@gmail.com

Í lokin vill stjórnin minna á næsta mót Píluvina en það verður föstudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 19:30. Nánar um það síðar.

Hér eru nokkrar myndir frá mótinu

 

Karl Harðarson. Minning.

Karl Harðarson fyrrverandi formaður Píluvinafélags KR varð bráðkvaddur 5. október síðast liðinn.
Karl var gegnheill KR-ingur og studdi félag sitt með ráðum og dáð. Karl var virkur í starfi píluvinafélags KR og tók við formennsku í félaginu árið 2007. Undir hans stjórn réðst félagið í halda KR international open mótin, sem eru þau stærstu sem haldin hafa verið í íslenskri pílukeppni. Í mörg horn var að líta við uppsetningu móts af þessari stærðargráðu, en Kalla fórst verkstjórnin vel úr hendi.  Ekki má gleyma þætti hans í undirbúningi Kúttmagakvölda Píluvinafélags KR.
Píluvinir þakka Karli samfylgdina og senda fjölskyldu, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur.
Píluvinafélag KR

Fyrsta mót vetrarins 2018-2019

Þá er komið að fyrsta pílumótinu í vetur. Það verður haldið næstkomandi föstudag 26. október og hefst klukkan 19:30. Verður spilað venju samkvæmt í félagsheimili okkar KR-inga.

Mótið verður haldið til minningar um Karl Harðarson fyrrum formann Píluvinafélags KR en hann varð bráðkvaddur 5. október sl.

Húsið opnar klukkan 19:00. Bryjum að spila klukkan 19:30. Byrjum á X-inu og svo verður dregið í lið í 301 (byrjendur og lengra komnir)

Þeir sem ekki eiga pílur geta fengið lánað hjá Píluvinum.

Mótsgjald er 2.000 kr og verða kaldir drykkir seldir á vægu verði.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Stjórn Píluvina

 

Ali meistarinn 2018

Þá er komið að síðasta pílumóti vetrarins. Það fer fram föstudaginn 13. apríl og hefst klukkan 20:00. Að þessu sinni verður keppt um Ali meistarann.

Boðið verður uppá grillmat fyrir mót frá Ali að sjálfsögðu. Það verður fillet með öllu tilheyrandi og pylsur fyrir þá sem það vilja.

Við byrjum að grilla um klukkan 18:30. Reiknum með að við borðum milli 19:00 og 20:00.

Þá förum við í X-ið og svo í 301. Dregið verður í lið þar sem byrjendur og lengra komnir lenda saman í liði.

Endilega látið erindið berast og mætum í sumarskapi.

Vormeistarinn 2018

Í gærkvöldi fór fram fyrsta pílumót þessa árs. Var það keppnin um vormeistarann 2018. Það voru ekki margir sem mættu á þetta mót en engu að síður var þetta mjög skemmtilegt.

Tveir herramenn mættu úr Hafnarfirði og voru þeir sérstaklega velkomnir en það voru þeir Gunnar og Atli sem hafa verið að kasta pílum í mörg ár. Einnig mætti ungur drengur úr Ólafsvík, Kristmundur Davíð Ólafsson. Gaman að sjá nýja menn detta inní þetta hjá okkur. Skemmtu allir sér konunglega þetta kvöld.

Úrslitin voru eftirfarandi:

X-Ið

 1.  Árni Halldórsson
 2. Atli
 3. Kristmundur Davíð Ólafsson

301

 1. sæti Kristinn Ingason / Haukur Germundsson
 2. Atli / Gunnar
 3. Karl “Refsari” Agnarsson / Árni Halldórsson

Að lokum vill stjórnin þakka öllum þeim sem mættu og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti í apríl.

Pílumót 23. mars

Næsta pílumót verður haldið föstudaginn 23. mars.

Við hvetjum alla píluvini að mæta tímanlega.

Byrjum á X-inu um klukkan 19:30. Staðreyndin er sú að við höfum alltaf byrjað svo seint en munum breyta því núna.

Svo tekur við 301 þar sem við munum draga eftir styrkleika hverjir lenda saman. Skiptum niður í byrjendur og lengra komna. Mótstjórn mun ákveða hverjir verða byrjendur og hverjir eru lengra komnir.

Endilega látið erindið berast.

Húsið opnar klukkan 19:00.

Stjórnin

Miðasala á Kúttarann 2018

Miðasala á Kúttarann er í fullum gangi . Viðburðurinn verður 2.mars og hefst kl 19:00.  Samningar hafa tekist við meistarakokka Múlakaffis og hreinsunargengið er í startholunum. Íslenskir sjómenn leggja sig í lífshættu við að færa okkur  kúttmagana og hreinsunargengið fylgir aldagömlum hefðum við hantéringu þeirra. Veislustjóri verður Páll Sævar Guðjónsson .Ari Eldjárn  fer með gamanmál .  Veglegir happdrættisvinningar og Vatn lífsins flýtur um borð.  Vinsamlega tryggið ykkur miða í tíma, því uppselt hefur verið á viðburðinn í 25 ár. Umsjón og framkvæmd er í harpix smurðum höndum handknattleiksdeildar K.R. Við bókunum tekur Sverrir Pálmason. sverrir@cato.is  

Kv,

Öldungaráð Píluvina & handknattleiksdeild K.R.