Pílumóti sem vera átti 9. febrúar frestað

Mótið sem vera átti nk. föstudag 9. febrúar hefur verið frestað. Ástæðan er sú að Körfuknattleikssamband Íslands færði til leik KR og Grindavíkur sem vera átti fimmtudaginn 8. febrúar yfir á föstudaginn 9. febrúar klukkan 20:00.

Það gerir það að verkum að 2 viðburðir geta ekki verið í KR á sama tíma. Körfuboltadeildin þarf að hafa félagsheimlið fyrir leikinn.

Nánari tímasetning á þessu móti liggur ekki fyrir sem stendur.

Eins og máltækið segir “Sá vægir sem vitið hefur meira”