Saga deildar

Píluvinafélag KR var stofnað að frumkvæði Heimis Guðjónssonar markvarðar árið 1987, þegar hann gaf píluspjald í KR heimilið.  Feðgarnir Þorsteinn Kristjánsson og Kristján Þorsteinsson smíðuðu skáp utan um spjaldið þar með var grunnurinn  lagður að öflugu starfi Píluvinafélagsins.  Félagið stendur fyrir sjö til átta mótum árlega, þar af einu alþjóðlegu. Félagið hefur á undanförnum árum farið í æfinga-og keppnisferðir til Bretlandseyja og att kappi við innfædda. Markið félagsins er að vera vettvangur fyrir KR inga til að koma saman og styrkja hinar ýmsu deildir félagsins fjárhagslega. Einu sinni á ári heldur Píluvinafélag KR kúttmagakvöld, þar sem færri komast að en vilja, enda er Kúttamagakvöldið í flokki með stærstu samkvæmisviðburðum ársins. Í vistarverum Píluvinafélagsins er alltaf pláss fyrir einn píluvin í viðbót.