Úrslit Vormeistarans 2019

Vormeistarinn 2019 fór fram sl. föstudag í KR heimlinu. Mætingin að þessu sinni voru 22 sem tóku bæði þátt í X-inu og  í 301.

Menn létu vel af þessu móti. Sú nýbreytni var að í boði voru pizzur frá Dominos. Það mæltist vel fyrir. Þetta verður framveigis í mótum hjá okkur. Pizzurnar verða komnar í hús 45 mín áður en mót hefst og er öllum að kostnaðarlausu á meðan byrgðir endast. Nú þarf ekkert að vera stressa sig yfir kvöldmatnum því hann verður á boðstólnum fyrir öll mót í framtíðinni.

Það naði enginn 180 á þessu móti og þar af leiðandi gengu nýju könnurnar ekki út. Nóg verður því til á næsta móti.

Úrslitin í mótinu er sem hér segir

Xið

  1. Geiri KRistjánsson Þorsteinssonar
  2. KRistján Þorsteinsson
  3. Brynjar – Hvers son er hann aftur?

301

  1. Frændurnir Auðunn Örn og Hörður
  2. Brynjar og Matti Eyjólfs
  3. Formaðurinn og Geiri KRistjánsson

Almenn  ánægja var með þetta mót. Pizzurnar frá Dominos slógu heldur betur í gegn. Dominos styrkir píluvinafélag KR með pizzum sem stendur öllum til boða að kostnaðarlausu á meðan birgðir endast. Þetta er nýjung sem verður á öllum mótum í framtíðinni.

Það er rétt að minna á síðasta mótið á þessum vetri en það fer fram föstudaginn 26. apríl. Það er Ali sem á veg og vanda á því móti. Þar verða grillaðar kótilettur og annað gott. Meðlæti verður frá Múlakaffi.

Nánar um það síðar.