Vel heppnað Alvogen mót

Föstudaginn 21. febrúar fór fram fyrsta mót ársins 2020, Alvogen meistarinn. Það er óhætt að segja að þetta mót hafi verið frábært í alla staði. Mætingin var frábær, alls voru 53 sem kepptu í X-inu og 40 manns kepptu í 301. Píluvinafélag KR hafði fjárfest í nýjum ljósum og vörnum við píluspjöld frá Einari Möller sem selur Target vörur. Einnig voru teknar í notkun nýja fjarlægðarmottur fá Sigga í www.pingpong.is frá Bulls. Sjá má myndir af þessum búnaði hér að neðan. En úrslit mótsins voru þessi:

X-ið

  1. sæti Gunnar Sigurðsson
  2. sæti Siggeir Kristjánsson
  3. sæti Rúnar Geir Gunnarsson

301

  1. sæti Siggeir og Raggi
  2. sæti Haukur og Jón Ingi
  3. Óli Sigurjóns og Magnús Máni Kjærnested

Stjón píluvina þakkar öllum þeim sem  mættu með von um að allir hafi skemmt sér vel. Stjórnin vill þakka Alvogen sérstaklega fyrir stuðninginn og vonar að þetta mót verði haldið að ári.

 

myndir: Erling Aðalsteinsson

Að lokum minnum við á næsta mót sem fram fer 20. mars