Vetrardagskrá Píluvina 2017-2018, fyrra bindi.

Ágætu Píluvinir. Viðburðastjóri KR og samkiptastjóri Píluvina hafa komið sér saman um eftirfarandi dagsetningar til mótahalds. Opnunarmótið verður 13.október 2017. Dalvíkurdólgurinn hefur látið í það skína að hann muni mæta.  Annað mótið verður 3.nóvember 2017 og þriðja mótið, litlu jólin 1.desember 2017.