Vormeistarinn 2018

Í gærkvöldi fór fram fyrsta pílumót þessa árs. Var það keppnin um vormeistarann 2018. Það voru ekki margir sem mættu á þetta mót en engu að síður var þetta mjög skemmtilegt.

Tveir herramenn mættu úr Hafnarfirði og voru þeir sérstaklega velkomnir en það voru þeir Gunnar og Atli sem hafa verið að kasta pílum í mörg ár. Einnig mætti ungur drengur úr Ólafsvík, Kristmundur Davíð Ólafsson. Gaman að sjá nýja menn detta inní þetta hjá okkur. Skemmtu allir sér konunglega þetta kvöld.

Úrslitin voru eftirfarandi:

X-Ið

  1.  Árni Halldórsson
  2. Atli
  3. Kristmundur Davíð Ólafsson

301

  1. sæti Kristinn Ingason / Haukur Germundsson
  2. Atli / Gunnar
  3. Karl “Refsari” Agnarsson / Árni Halldórsson

Að lokum vill stjórnin þakka öllum þeim sem mættu og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti í apríl.