Vormeistarinn 2019

Þá er komið að næsta pílumóti hjá okkur píluvinum. Það fer fram föstudaginn 22. mars og hefst klukkan 19:30.

Allt verður þetta með hefðbundnu sniði. Byrjum á X-inu og eftir að sigurvegarinn hefur verið krýndur munum við draga í tvímenning í 301.

Stjórninni urðu á þau leiðu mistök að tilkynna að þátttökugjaldið væri 1500 kr en það er 2000 kr og leiðréttist hér með. Ég vona að það komi ekki að sök. Ef það er eitthvað að vefjast fyrir ykkur þá má prútta um þáttökugjaldið.

Venju samkvæmt verða vegleg verðlaun í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur í KR heimilinu

Stjórnin