Saga aðalstjórnar

Samkvæmt lögum félagsins skal kjósa aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur á árlegum aðalfundi félagsins. Í lögum félagsins segir svo um aðalstjórn: „Aðalstjórn félagsins skipa sjö menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, formaður hússtjórnar og tveir meðstjórnendur. Varastjórn skipa þrír menn. Aðalstjórn og varastjórn skulu kosnar á aðalfundi félagsins, sbr. 6. grein, til eins árs í senn.“

Ágrip um aðalstjórn KR – úr sögu KR í tilefni 100 ára afmælis

Enda þótt Knattspyrnufélag Reykjavíkur haldi upp á eitthundrað ára afmæli sitt um þessar mundir og státi af langri sögu, þar sem hundruð og þúsundir einstaklinga hafa komið við sögu við stjórn félagsins og deilda, má það merkilegt teljast að ekki nema níu menn hafa gegnt formennsku í KR, þar af aðeins fjórir í 63 ár.

Fyrsti formaðurinn var Þorsteinn Jónsson en félags- og aðalfundastörf voru laus í reipunum í upphafi, og í rauninni er enginn formaður fyrstu tíu árin. Á vakningarfundinum í október 1910 er formlega gengið til stjórnarkjörs og Þorsteinn kosinn. Með Þorsteini í fyrstu stjórn sátu Jón Halldórsson, Árni Einarsson og Guðmundur Þórðarson.

Tveimur árum síðar, í apríl 1912, er Benedikt. G. Waage kosinn formaður en hann gegndi því embætti aðeins í eitt ár og var hálfgerð hallarbylting framin meðan Benedikt dvaldi erlendis og Árni Einarsson kjörinn í hans stað. Árni var formaður fram til 1921 og með honum í stjórnina er Erlendur Ó. Pétursson kjörinn ritari árið 1915 en enginn varaformaður er kostinn og það er ekki fyrr en 1924 sem það embætti er tekið upp.

Í apríl 1920 lætur Árni af störfum og á er Gunnar Schram kosinn formaður KR og er formaður næstu þrjú árin eða til 1923 þegar Kristján L. Gestsson tekur við. Þá hafði Kristján setið í stjórn frá aðalfundi í apríl 1921.

Árið eftir kemur Guðmundur Ólafsson inn í stjórnina og er lengst af varaformaður hjá Kristjáni. Guðmundur tekur svo við stjórnartaumunum árið 1932, 16. febrúar, an sagði af sér tveim dögum síðar vegna deilumáls við ÍSÍ um hlutgengi knattspyrnumanns í öðrum aldursflokki. Erlendur tekur þá við, enda varaformaður, en Guðmundur er síðan endurkostinn í október 1933 og bætir síðan einu ári við.

Á þessum árum sat mikill fjöldi KR-inga í aðalstjórn  þar sem mannaskipti voru tíð en meðal þeirra sem lenst sátu sem meðstjórnendur má nefna Eirík S. Bech sem var stjórnarmaður í 8 ár. Sigurjón pétursson var lengi ritari stjórnar og auk þess má nefna Harald Ágústsson og Sigurð Ólafsson.

Á aðalfundi 20. október er Jón H. Leós kjörinn formaður en þegar að kosningu lokinni neitaði Jón að taka að sér embættið. Fundarstjóri aðalfundarins, Kristján L. Gestsson, boðaði til fundar með hinni vikugömlu stjórn hinn 28. október og tilkynnti að Jón H. Leós, Haraldur Ágústsson og Sigurður Halldórsson gæfu ekki kost á sér til stjórnarstarfa og komi því öll varastjórnin inn í aðalstjórn. Lagði Kristján fram tillögu umnýja aðalstjórn til næsta aðalfundar og var hún samþykkt. Erlendur Ó. Pétursson varð formaður og Björgvin Schram varaformaður, en Björgvin var einn þeirra sem kjörinn hafði verið í varastjórn. Björgvin sat í aðalstjórn eftir það.

Þannig hófst formannsferill Erlends, án þess að hann væri í rauninni kjörinn til embættisins, en þar sat hann síðan við mikinn orðstír allt til dauðadags árið 1958.

Björgvin var áfram varaformaður og Sigurjón Jónsson ritari næstu árin eða til 1942 að Einar Sæmundsson er kjörinn varaformaður en Einar hafði tekið sæti í stjórninni árið á undan.

Deildaskipting tekin upp

Árið 1948 er stjórnskipan félagsins breytt verulega, stofnaðar eru deildir með sjálfstæðan fjárhag. Breytti það allmiklu um störf aðalstjórnar þegar ábyrgðin á starfi og keppni í hverri íþróttagrein færðist til deildarstjórnanna.

Erlendur hélt áfram formennsku í félaginu og Einar Sæmundsson sat með honum sem varaformaður allt til arsins 1958 þegar Erlendur féll frá og Einar tók við.  Frá árinu 1949 var skipuð sérstök húsnefnd og formaður hennar frá upphafi var Gísli Halldórsson. Seinna var nefndinni breytt í hússtjórn (árið 1962) undir forystu Gísla og átti hann sem slíkur sæti í aðalstjórn allt til ársins 1974 þegar Sveinn Björnsson tók við hússtjórninni næstu fjögur árin.

Sveinn var hins vegar kjörinn varaformaður strax þegar Einar tók við formennsku og var varaformaður KR til 1974, þegar hann tók við hússtjórninni. Sveinn sat í hússtjórn í yfir þrjátíu ár.

Með þeim Einari og Sveini sátu lengst af í stjórninni þeir Gunnar Sigurðsson og Þorgeir Sigurðsson og Gunnar varð raunar varaformaður árin 1974 og 1975.

Árið 1975 tók Sveinn Jónsson við formennsku í félaginu og var fomaður næstu 16 árin eða til 1991. Fyrsti varaformaðurinn hjá Sveini var Marteinn Guðjónsson, í fjögur ár, en síðan kom Magnús Georgsson næstu tíu árin. Björn Lárusson tók sæti í aðalstjórn árið 1984 og sat til XXXX. Hann var varaformaður síðurstu tvö ár Sveins.

Frá þessu tímabili má einnig nefna Elínu Helgadóttur sem tók sæti í aðalstjórn 19874 og sat í stjórn allt til XXXX. Þá má ekki gleyma Þráni Scheving Sigurjónssyni sem var gjaldkeri stjórnar frá 1973 til 1990 þegar Viktor Björnsson tók við því vandasama verki.

Kristinn Jónsson var kjörinn meðstjórnandi árið 1986, varð síðan ritaðir og formaður félagsins varð Kristinn á aðalfundi í september 1991.  Ásbjörn Einarsson var varaformaður hjá Kristni fyrstu fjögur árin en Gunnar Guðmundsson tók við af honum árið 1996 og gegndi því til 2003.

Eftir að Sveinn Björnsson hætti sem formaður hússtjórnar árið 1977 hafa eftirtaldir KR-ingar verið formenn hússtjórnar: Ólafur Gíslason, Marteinn Guðjónsson, Hjörtur Hansson (í 6 ár) Guðmundur Pétursson (í 5 ár), Reynir Jónsson (í 4 ár) og Örn Steinsen frá 1996 – 2003. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki starfandi hússtjórn með sama hætti og áður en Kristinn Ingason hefur haft með höndum hliðstæðan verkahring frá því hann tók við af Erni Steinsen árið 2003.

Share this article with friends