Gauti í B landslið Íslands | KR skíði

Heimasíða skíðadeildar KR

Skíðadeild

Gauti í B landslið Íslands

📁 Skíðadeild 🕔06.March 2020

Dagana 5 til 15 mars fer fram Heimsmeistaramót unglinga, mótið er haldið í Narvik í Noregi. Gauti Guðmundsson tryggði sér þátttökurétt á mótinu fyrr í vetur og mun hann taka þátt í keppni í svigi og stórsvigi. Gauti hefur einnig tryggt sér sæti í B-landslið Íslands með góðum árangri á mótum í vetur. Hægt er að fylgjast með mótinu á https://narvik2020.no/

Við óskum Gauta og öðrum þáttakendum góðs gengis á mótinu.

Ljósmynd Gunnar Leifur Jónsson

 

Deila þessari grein