Iðkendalisti | Heimasíða skíðadeildar KR

Heimasíða skíðadeildar KR

Iðkendalisti

Á undanförnum árum hefur fjöldi iðkenda hjá Skíðadeild KR verið um það bil 40 og eru flestir á aldrinum 9-12 ára.

Markmið með starfi Skíðadeildar KR er að gera skíðaiðkun að eftirsóknarverðu frístundaáhugamáli fjölskyldunnar. Iðkun íþrótta sem eflir börn og unglinga andlega og líkamlega skapar þeim heilbrigt umhverfi og er þeim hvatnig til að takast á við vandamál hversdagsins. Íþróttastarf er fyrst og fremt uppeldisstarf og þess vegna er þátttaka foreldra nauðsynlega forsenda þess að starfið beri árangur. Árangur í starfi Skíðadeildarinnar verður einkum metin í fjölda jákvæðra þátttakenda, barna og unglinga sem bæta árangur sinn, og foreldra sem efla íþróttastarfið með virkri þátttöku. Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi Skíðadeildar KR óháð getu og aldri. Börn og unglingar fá þjálfun við hæfi til að bæta hæfni sín á skíðum og ná betri árangri á mótum en foreldrum og öðrum velunnurum er sköpuð aðstaða til að njóta skíðaíþróttarinnar í góðum félagsskap.

Iðkendum er skipt í þrjá hópa eftir aldri og getu sem æfa saman. Æfingar og markmið þjálfunar eru alfarið í samræmi við stefnumörkun Íþrótta- og Olympíusambands Íslands.

Share this article with friends