Foreldrafélag | Heimasíða skíðadeildar KR

Heimasíða skíðadeildar KR

Foreldrafélag

Í stjórn Foreldrafélags Skíðadeildar KR sitja a.m.k. 3 foreldrar. Þeir halda utan um og stýra starfi foreldrafélagsins og kalla fleiri til starfa eftir því sem þurfa þykir. Allir foreldrar sem áhuga hafa og vilja eru velkomnir til starfa.

Hlutverk foreldrafélagsins er fyrst og fremst að vera stuðningsaðili við starf deildarinnar og stuðla að almennri og virkri þátttöku foreldra í störfum hennar.  Viðvera foreldra í fjallinu hefur leitt til betra og ánægjulegra starfs í deildinni, auk þess sem það er mjög gefandi fyrir alla aðila. 

Helstu verkefni:

  • Skipulagning og mönnun veitingasölu í skálanum í Skálafelli þær helgar sem opið er í fjallinu.
  • Skipulagning þátttöku deildarinnar í Andrésar andar leikunum á Akureyri.
  • Skipuleggja fjáröflun fyrir félagsstarf og keppnisferðir.

Foreldrafélaginu ber að halda dagbók yfir starfsemi sína og aðgreina fjáöflun og útgjöld eftir starfsemi hverju sinni.

Foreldrafélagið skipa eftirfarandi: María Sólbergsdóttir, Íris Bjarnadóttir, Íris Long, Pálmi Hlöðversson og Eðvarð Jón Bjarnason.

Share this article with friends