Helgarvaktir | Heimasíða skíðadeildar KR

Heimasíða skíðadeildar KR

Helgarvaktir

Eins og undanfarin ár vonum við að foreldrar sjái sér fært að taka þátt í rekstri Skíðadeildarinnar með því að aðstoða við þjónustu í skálanum okkar.  Í þessu felst aðallega sala á veitingum og rennur afraksturinn í foreldrafélagið, sem svo nýtir aurana í þágu barna okkar.  Foreldrafélagið hefur niðurgreitt úlpur, keppnisgalla, kostnað við Andrésar andarleikana og margt fleira. Allt til hagsbóta fyrir börnin í deildinni.

Þetta er hið skemmtilegasta starf og kjörið til þess að kynnast betur öðrum foreldrum og börnum innan deildarinnar, auk annarra sem koma inn í skálann okkar.

Þegar líða fer að opnun í Skálafellu er sendur út listi á alla foreldra þar sem búið er að deila niður á alla foreldra sjoppuvaktinni. Við viljum biðja ykkur að skoða þennan lista og sjá hvenær ykkar dagur er.  Ef þið getið ekki mætt þann dag biðjum við ykkur að taka sjálf ábyrgðina af því að skipta við aðra foreldra, sjá símanúmera- og netfangalista, og þar að auki láta vita á skrifstofu KR, netfang skidi@kr.is,  til að auðvelda skipulag.  Vinsamlega athugið hvort símanúmer og netföng eru rétt.

Skálinn er opnaður kl. 10 um helgar og er opinn þar til ca. kl. 16.  Ef mikið er um að vera í fjallinu þá er gott að hafa skálann opinn til kl. 17. Foreldrar verða að vera við allan þann tíma sem skálinn er opinn. Lykil að skálanum er best að nálgast hjá þeim sem var með vaktina á undan og nálgast leiðbeiningar um birgðir o.fl.


Ef lokað er í fjallinu á ykkar degi fellur einfaldlega ykkar vakt niður.

Share this article with friends