Forsíða KR

Frábært AMÍ um helgina

📁 Forsíða KR, Sundfréttir 🕔26.June 2017

Sunddeild KR keppti um helgina á aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) undir merkjum Íþróttabandalags Reykjavíkur ásamt Fjölni og Ármanni. Saman enduðum við í þriðja sæti í heildarstigakeppninni og eignuðumst nokkra aldursflokkameistara. Herdís Viggósdóttir varð aldursflokkameistari í bæði 100 m og 200 m bringusundi. Björgvin Árni Júlíusson tók titilinn í 400 m fjórsundi, Logi Freyr Arnarsson í 800 m skriðsundi og Kári Björn Baldursson í 100 m bringusundi en þetta var jafnframt hans fyrsta AMÍ.

Lið ÍBR varð svo aldursflokkameistari í 4×100 m fjórsundi 15-17 ára eftir æsispennandi keppni við lið Ægis. Liðið fékk svo fjölmarga silfur og brons peninga.

Þetta var fyrsta AMÍ mótið sem þessi þrjú Reykjavíkurfélög sameina krafta sína á og þótti það takast afar vel. Það var gríðarlega góð stemning í hópnum og hlökkum við KR-ingar til áframhaldandi samstarfs með þessum félögum.

Deila þessari grein