Forsíða KR

KR-ingar syntu á TYR móti um helgina

📁 Forsíða KR, Sundfréttir 🕔09.October 2017

Það var flottur hópur af yngri sundmönnum KR sem tók þátt í TYR móti Ægis í Laugardalslaug um helgina. Þarna voru margir að stíga sín fyrstu skref á sundmótum og fóru létt með það. KR keppendurnir komu einnig heim með nokkur verðlaun og meðal þeirra eitt stykki bikar en hún Arna Katrín Viggósdóttir gerði sér lítið fyrir og varð stigahæsta sundkonan í flokki 8-9 ára samanlagt í 50 m flug-, bak-, bringu- og skriðsundi.

Deila þessari grein