Forsíða KR

Uppskeruhátíð og Stjörnuljósasund

📁 Forsíða KR, Sundfréttir 🕔22.December 2017

Laugardaginn 30. desember kl. 16:00 verður haldin uppskeruhátíð hjá sunddeildinni í félagsheimilinu Frostheimum (næst Grandaskóla). Veittar verða viðurkenningar til sundmanna fyrir góðan árangur á árinu. Stigahæstu sundmenn í hverjum aldursflokki fá verðlaun auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góða ástundum og framfarir.

Eftir uppskeruhátíðina verður svo haldið út í Vesturbæjarlaug en þar mun Sunddeild KR halda sitt árlega stjörnuljósasund. Þetta er skemmtileg hefð þar sem krakkarnir fá að synda í Vesturbæjarlauginni með stjörnuljós. Gert er ráð fyrir að farið verði ofan í laugina kl. 17:15 og ljósin verða svo tendruð kl. 17:30.

Deila þessari grein