Forsida-adal

Sundmenn verðlaunaðir

📁 Forsida-adal, Forsíða KR, Sundfréttir 🕔04.January 2018

Á dögunum fór fram uppskeruhátíð hjá sunddeild KR þar sem sundmenn voru verðlaunaðir fyrir árangur ársins. Stigahæst meyja og sveinn voru þau Marta og Loftur Þór. Svava og Logi urðu stighæsta telpa og drengur og loks urðu þau Halla Margrét og Björgvin stigahæsta stúlka og piltur.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir ástundun og framfarir sem og hvatningarverðlaun í þremur elstu hópunum. Í demantahóp voru það Þórunn og Arna sem fengu verðlaun, Tristan og Júlíus hjá framtíðarhóp og loks Úlfur og Sigurður hjá afrekshóp. Tómas hlaut svo verðlaun fyrir sundafrek ársins en hann tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í desember. Hvata ársins hlaut svo Kirill fyrir að vera óþreytandi í að styðja félaga sína á bakkanum. Einnig voru veittar viðurkenningar til yngri sundmanna í gull- og silfurhóp. Meðfylgjandi eru myndir af verðlaunahöfum.

Deila þessari grein