Forsíða KR

Úlfur og Herdís sigursæl á RIG

📁 Forsíða KR, Sundfréttir 🕔29.January 2018

Sunddeild KR sendi 15 keppendur á Reykjavíkurleikana (RIG) núna um helgina. Keppt var í junior flokki (14 ára og yngri) og opnum flokki. Í junior flokki kom Úlfur Páll Andrason heim með 5 verðlaunapeninga og Herdís Birna Viggósdóttir náði sér í 4.

Í opnum flokki var keppt í undanrásum fyrir hádegi og svo voru úrslit eftir hádegi. KR-ingar létu sig ekki vanta þar og syntu hvorki færri né fleiri en 18 úrslitasund. Alls voru synd 87 sund en þar af voru 67 ný persónuleg met og meðalbæting var 9,4% sem verður að teljast ásættanlegt.

 

Deila þessari grein