Forsida-adal

Metaregn á ÍM50

📁 Forsida-adal, Forsíða KR, Sundfréttir 🕔23.April 2018

KR-ingar syntu um helgina á Íslandsmeistarmótinu í 50m laug. Alls komust KR-ingar 14 sinnum í úrslit en bestum árangri náði Tómas Magnússon í 200m baksundi þar sem hann varð í þriðja sæti.
Það var þó sannkallað metaregn hjá okkar fólki því Herdís Birna gerði sér lítið fyrir og bætti rúmlega 10 ára gamalt Reykjavíkurmet Telpna í 100m bringusundi. Úlfur Páll gerði sér svo lítið fyrir og sló átta ára gamalt Reykjavíkur met í 800m skriðsundi hjá Drengjum en hann bætti einnig KR metið í 400m skriðsundi. Hjá Piltum setti Björgvin Árni KR met í 200m og 400m fjórsundi, Tómas bætti sín eigin met í 50m og 100m baksundi ásamt því að Þorbjörn setti KR met í 100m bringusundi.
Frábær helgi að baki og bjart framundan hjá Sunddeild KR.

 

Deila þessari grein