Forsida-adal

Skriðsundsnámskeið í maí

📁 Forsida-adal, Forsíða KR, Sundfréttir 🕔30.April 2018

Sunddeild KR og sundlaug Vesturbæjar standa reglulega fyrir skriðsundsnámskeiðum fyrir fullorðna. Miðvikudaginn 2. maí hefst næsta skriðsundsnámskeið.

Á námskeiðinu er farið yfir undirstöðuatriði skriðsundsins, einnig verða aðrar sundaðferðir rifjaðar upp, gefin góð ráð í bringusundi og baksundi og jafnvel flugsundi fyrir þá áhugasömustu.

Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur 8 skipti. Kennsla fer fram i sundlaug Vesturbæjar á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:30-20:20.

Kennari er Halldór Kristiansen þjálfari hjá sunddeild KR. Námskeiðið kostar 9.500 krónur og er laugargjaldið er innifalið í námskeiðsgjaldi. Miðað verður við 10 manns að hámarki í hóp.

Sundgleraugu eru nauðsynleg á æfingum þá er líka gott að hafa froskalappirnar með fyrir þá sem þær eiga. Hér er kjörið tækifæri að læra og bæta sundkunnáttuna.

Fyrir þá sem hafa þegar lokið skriðsundsnámskeiði og vilja halda áfram að synda þá verður einnig í boði svokallaður Garpahópur. Garparnir munu æfa í Vesturbæjarlauginni mánudaga og miðvikudaga frá 20:20-21:10.

Skráning fer fram í skráningakerfi félagsins https://kr.felog.is/

Deila þessari grein